Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Dómnefndin í kjötflokknum með hreindýrslæri til umfjöllunar. Einar Bárðarson, Höfuðborgarstofu, Friðrik Friðriksson, Esja kjötvinnsla, Gunnar Karl Gíslason,  Dill, Óli Þór Hilmarsson, Matís.
Dómnefndin í kjötflokknum með hreindýrslæri til umfjöllunar. Einar Bárðarson, Höfuðborgarstofu, Friðrik Friðriksson, Esja kjötvinnsla, Gunnar Karl Gíslason, Dill, Óli Þór Hilmarsson, Matís.
Mynd / smh
Fréttir 24. nóvember 2014

Íslandsmeistarakeppni í matarhandverki 2014

Höfundur: smh

Dagana 12.–14. nóvember síðastliðna var sannkölluð matarmenningarhátíð haldin í Reykjavík í kringum Íslands­meistarakeppni í matarhandverki 2014. Vörurnar voru 110 talsins og kepptu þær í átta flokkum.

Það var Matís sem hafði veg og vanda að skipulagningu viðburðanna, sem haldnir voru í tengslum við verkefnið Nýsköpun í lífhagkerfinu, sem er hluti af Norræna lífhagkerfinu (Nordbio). Það er svo þáttur í formennsku-áætlun Íslands í Norrænu ráðherranefndinni.

Í flokki kjötafurða fékk  Sjónarsker gull fyrir vöruna Klett, þurrkryddaðan, saltaðan og reyktan ærkjöts-lærvöðva. Klaus Kretzer með bestu kjötafurðina. 

Ákveðið var að hafa opið fyrir þátttöku framleiðenda á öllum Norðurlöndunum í keppninni. Vörurnar voru smakkaðar á miðvikudeginum 12. nóvember í húsakynnum Matís og verðlaunaafhendingin var svo daginn eftir í Norræna húsinu.

Auk keppninnar var framleiðendum boðið upp á vettvangsferðir til íslenskra smáframleiðenda á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurlandi.

Þá var ráðstefnuhald í Norræna húsinu á undan verðlaunaafhendingunni á fimmtudeginum þar sem hægt var að fræðast um hvernig frændur okkar á Norðurlöndunum hafa stutt og markaðssett matarframleiðslu úr héraði.

Á  föstudeginum var boðið upp á margvísleg námskeið og fyrirlestra fyrir smáframleiðendur og aðra áhugasama um matvælaframleiðslu. 

 

 

Úrslitin urðu eftirfarandi:

Mjólkurafurðir:
Gull    
Arla Unika, Sirius (ostur), Danmörk
Silfur  
Den Blinde ku,
Blåmandag (ostur), Noregur
Brons 
Skärvångens bymejeri, Rosalina (ostur), Svíþjóð

Kjötafurðir:
Gull    
Sjónarsker, Klettur (þurrkryddaður, saltaður og reyktur lærvöðvi), Ísland
Silfur   Bjarteyjarsandur, Birkireyktur bláberjavöðvi, Ísland
Brons 
Bjärhus gårdsbutik, Bjärhus ölpinne (þurrkuð hrápylsa), Svíþjóð

Fiskafurðir:
Gull    
Leif Sørensen, Fish chips, Færeyjar

Silfur  
Sólsker, Makrílpate, Ísland

Brons 
Sólsker, Heitreyktur makríll, Ísland

Ber, ávextir og grænmeti:
Gull   
Útoyggjafelagið, Meadowsweet syrup, Færeyjar

Silfur 
Útoyggjafelagið, Rabarbarasaft, Færeyjar

Silfur 
Holt og heiðar, Rabarbarasulta með vanillu, Ísland

Bakstur:
Gull  
Cum Pane ekologisk bakverkstad, Fröknäcke (hrökkbrauð), Svíþjóð 

Súrdeigs bakstur:
Gull   
Sandholt, Reykt graskersbrauð, Ísland

Silfur
The Coocoo's Nest, Súrdeigsbrauð, Ísland

Nýsköpun í matarhandverki:
Gull   
Örtagård Öst, Skuren marmelad, Svíþjóð

Silfur 
Urta Islandica,  SPRETTUR-orku og úthalds jurtate fyrir íþrótta- og fjallgöngufólk, Ísland

Salt:
Gull   
Saltverk, Birkireykt salt, Ísland

Silfur 
Norður & Co, Norðursalt - íslenskt flögusalt, Ísland

 

Matarhandverk er:
Matvara, framleidd úr hráefni úr héraði með tengingu við framleiðslustað, sögu eða matargerðarhefðir héraðsins.
 
Matvara, framleidd og unnin staðbundið samkvæmt gildandi heilbrigðiskröfum eftir náttúrulegum ferlum, þar sem mannshöndin og handverkið nýtur sín í öllu framleiðsluferlinu.
 
Heimilt er að nota vélbúnað til að létta líkamlegt erfiði við framleiðsluna, en allri sjálfvirkni skal haldið í algjöru lágmarki.
 
Reglur:
Keppnin er opin fyrir alla matvælaframleiðendur á Íslandi og á Norðurlöndunum sem framleiða vörurnar sínar í litlum mæli.
 
Að minnsta kosti fjórar vörur verða að vera skráðar í hverjum keppnisflokki til að keppt verði í honum.
 
Öll hráefni skulu koma úr héraði eins og frekast er kostur.
 
Meginreglan er að aðalhráefnið sé íslenskt.
 
Aukaefni og hjálparefni eru ekki leyfð nema í undantekningartilfellum.

7 myndir:

Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...

Grípa þarf tækifærin
Fréttir 26. mars 2024

Grípa þarf tækifærin

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, telur að bændur eigi að leyfa sér að hor...