Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Vígreifir kokkar. Frá vinstri: Viktor Örn Andrésson, Sturla Birgisson, Bjarni Siguróli Jakobsson og Ísak Þorsteinsson.
Vígreifir kokkar. Frá vinstri: Viktor Örn Andrésson, Sturla Birgisson, Bjarni Siguróli Jakobsson og Ísak Þorsteinsson.
Mynd / Bocuse Ísland.
Fréttir 12. júní 2018

Ísland áfram í aðalkeppni Bocuse d'Or

Höfundur: TB

Bjarni Siguróli Jakobsson náði 9. sætinu í Evrópuforkeppni Bocuse d´Or matreiðslukeppninnar haldin var í Tórinó dagana 11.-12. júní. Úrslitin voru tilkynnt í dag klukkan 17 að íslenskum tíma.

Bocuse d´Or er ein af virtustu matreiðslukeppnum heims og eru þátttakendur meðal fremstu matreiðslumanna sinna landa. Keppnin er því hörð og miklar kröfur gerðar til keppenda.

Bjarni Siguróli hafði 5 ½ klukkustund til þess að matreiða forrétt og kjötrétt fyrir 20 dómara. Afraksturinn var sannkallað listaverk sem var annars vegar borið fram á fallegum viðarplötum og hins vegar á glæsilegu silfurfati. Allt gekk samkvæmt áætlun og voru Bjarni, aðstoðarmaður hans og þjálfari  að vonum hæstánægðir með úrslitin, segir í fréttatilkynningu frá íslenska Bocuse-hópnum.

Árangur Bjarna gefur honum keppnisrétt í aðalkeppni Bocuse d´Or, sem haldin verður í Lyon í Frakklandi 24.-25. janúar 2019. Fram undan eru strangar æfingar hjá Bjarna Siguróla en hann stefnir ótrauður á verðlaunapall í Lyon. Þjálfari Bjarna er Viktor Örn Andrésson, bronshafi og Bocuse d´Or keppandi 2017, og aðstoðarmaður er Ísak Þorsteinsson.

Norðurlandaþjóðir í efstu sætum

Enn á ný eru Norðurlandaþjóðir sigursælar. Noregur lenti í efsta sæti og Svíþjóð og Danmörk koma þar á eftir. 

1. sæti – Noregur

2. sæti – Svíþjóð

3. sæti – Danmörk

4. sæti – Finnland

5. sæti – Frakkland

6. sæti – Belgía

7. sæti – Sviss

8. sæti – Ungverjaland

9. sæti – Ísland

10. sæti – Bretland


Ísland hefur náð góðum árangri í gegnum árin

Keppnin Bocuse d‘Or hefur verið haldin síðan árið 1987 en fyrsti íslenski keppandinn tók þátt árið 1999. Það var Sturla Birgisson og náði hann fimmta sæti. Síðan þá hafa Íslendingar ávallt verið í níu efstu sætunum en bestum árangri náði Hákon Már Örvarsson árið 2001 og Viktor Örn Andrésson árið 2017. Þeir nældu báðir í bronsverðlaun.


Kjötfatið hjá Bjarna Siguróla var glæsilegt á að líta.

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði
Fréttir 16. apríl 2024

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði

Matvælastofnun hefur birt leiðrétta skýrslu yfir áburðareftirlit síðasta árs.

Ísteka í yfirburðastöðu
Fréttir 15. apríl 2024

Ísteka í yfirburðastöðu

Í nýrri ályktun Samkeppniseftirlitsins kemur fram að Ísteka beiti sterkri stöðu ...