Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Sagt er að yfirborð eyjanna líti stundum út fyrir að vera á hreyfingu vegna fjölda músa.
Sagt er að yfirborð eyjanna líti stundum út fyrir að vera á hreyfingu vegna fjölda músa.
Fréttir 11. desember 2019

Innrás músanna

Höfundur: Vilmundur Hansen

Vistkerfi Farallon-eyja, sem liggur við norðanverða strönd Kaliforníu, er sagt vera í bráðri hættu vegna mikillar fjölgunar músa. Eyjarnar eru sagðar ríkar af líffræðilegri fjölbreytni en líffræðingar segja að það geti breyst hratt verði ekkert að gert til að hefta fjölgun músanna.

Farallon-eyjar liggja um 48 kílómetra út af borginni San Francisco og þar verpa um 300 þúsund sjófuglar af ýmsum tegundum, auk þess sem selir og sæljón eru algeng á eyjunum.

Líffræðingar sem hafa verið að kanna hegðun hákarla við eyjarnar og far fugla segja að undanfarin ár hafi músum á eyjunni fjölgað gríðarlega og nú sé svo komið að þær ógni öðrum lífverum þar með afráni. Mýsnar á eyjunum eiga sér enga náttúrulega óvini og fjölga sér því hratt.

Éta allt sem að kjafti kemur

Ekki er nóg með að mýsnar éti fræ þeirra plantna sem á eyjunni eru og dragi þannig úr vexti heldur grafa þær holur og taka yfir holur varpfugla og hrekja fuglana á brott.
Sprenging í fjölda

Talið er að mýs hafi borist til eyjanna á seinni hluta nítjándu aldar með sjómönnum sem heimsóttu þær til að safna eggjum. Fjölgun músanna var takmörkuð þar til fyrir nokkrum árum þegar spenging varð í fjölda þeirra og nú er svo komið að þær eru um allt eins og plága. Fjöldi músa á eyjunni er sagður vera sá mesti á hektara í heiminum og varla hægt að þverfóta fyrir þeim og stundum sagt að yfirborð eyjanna líti út fyrir að vera á hreyfingu vegna fjölda þeirra.

Gildrur eða eitur

Að sögn þeirra sem láta sér málið varða verður að gera eitthvað róttækt til að draga úr fjölda músanna áður en þær valda enn meiri skaða á lífríki eyjanna. Langt er frá að allir séu sammála um til hvaða aðgerða eigi að grípa. Fljótlegasta og öruggasta leiðin er sögð að eitra fyrir músunum en aðrir segja að eitrunin muni hafa ófyrirsjáanleg áhrif á annað dýralíf á eyjunum og í sjónum í kringum þær. Andstæðingar eitrunar segja að betra sé að leggja fyrir mýsnar gildrur.

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...