Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Innkallanir á sýktu kjöti tvöfaldast á fimm árum
Fréttir 8. febrúar 2019

Innkallanir á sýktu kjöti tvöfaldast á fimm árum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Samkvæmt tölum sem Land­búnaðar­ráðuneyti Bandaríkjanna hefur birt tvöfölduðust innkallanir á sýktu rauðu og hvítu kjöti í landinu á árunum 2013 til 2018. Innkallanir á alvarlega sýktu kjöti voru 97 árið 2018, eða fjórða hvern dag og alls rúm 5,4 milljón tonn.

Í flestum tilfellum var kjötið innkallað vegna alvarlegrar salmónellusýkingar, það sem í Bandaríkjunum kallast „Class One“ sýking og getur valdið alvarlegri sýkingu og jafnvel dauða neytenda.

Samkvæmt nýlegri skýrslu um sýkingar í kjöti í Bandaríkjunum segir að því miður sé það staðreynd að sífellt meira af hættulega sýktu kjöti sé á markaði og að berast inn á borð þjóðarinnar og breytir þá engu hvort um sé að ræða rautt kjöt eða kjúklinga.

Kjötframleiðendur í Banda­ríkjunum hafa svarað skýrslunni og segja að auknar innkallanir séu vegna aukins eftirlits en ekki vegna þess að meira af sýktu kjöti sé í umferð.

Þrátt fyrir aukið eftirlit eru skráð um 48 milljón tilfelli af völdum mataeitrunar á ári í Bandaríkjunum. Um 120.000manns lenda á spítala og um 3.000 manns látast af völdum matareitrana í Bandaríkjunum á ári.

Í skýrslunni er eftirlit með matvælum og matvælaframleiðslu í Bandaríkjunum gagnrýnt harðlega. Meðal annars vegna þess að þrátt fyrir að afbrigði sýklalyfjaónæmrar salmónellu greinist í kjöti sé sala þess leyfileg.

Svar kjötframleiðenda við þessu er að salmónella sé náttúruleg baktería sem ekki sé hægt að losna við að fullu. Í svari sínu greina þeir ekki á milli salmónellu sem hefur öðlast sýklalyfjaónæmi vegna ofnotkunar á sýklalyfjum í landbúnaði og salmónellu sem finnst víða í umhverfinu.

Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...

Grípa þarf tækifærin
Fréttir 26. mars 2024

Grípa þarf tækifærin

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, telur að bændur eigi að leyfa sér að hor...