Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Innflutningur eykst stöðugt á landbúnaðarafurðum
Fréttir 18. janúar 2018

Innflutningur eykst stöðugt á landbúnaðarafurðum

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Innflutningur landbúnaðarvara hefur aukist hröðum skrefum undanfarin ár og má búast við að niðurfelling tolla auki þann innflutning enn frekar.  
 
 
Miðað við tölur Hagstofu Íslands um innflutning á búvörum í nóvember síðastliðnum, þá jókst innflutningur á nautakjöti frá áramótum til loka nóvember um 28% frá árinu 2016. Var breytingin á milli ára því 128%. Þá nam aukningin um 33% á svínakjöti og 15% á alifuglakjöti. Þá jókst innflutningur á reyktu, söltuðu og þurrkuðu kjöti um 21%. Eins ríflega tvöfaldaðist innflutningur á pylsum og unnum kjötvörum og var aukningin 106% og breyting þessa 11 mánuði því 206% frá sama tímabili 2016.
 
Veruleg aukning á innflutningi mjólkurafurða
 
Varðandi mjólkurvörur var aukningin mun meiri, eða hvað varðar mjólk, mjólkur- og undanrennuduft og rjóma. Þar var aukningin þessa 11 mánuði milli ára 72%. 
 
Umtalsverð aukning var einnig í innflutningi á sumu grænmeti og var þar t.d. aukning í innflutningi á tómötum um 14%.
 
Aukinn innflutningur vinnur gegn minnkun á CO2
 
Athyglisvert er að skoða þetta í ljósi þess kolefnisspors sem matvælaframleiðsla og flutningar skilja eftir sig og fjallað er um á forsíðu og á blaðsíðum 20 og 21. Þar kemur í ljós að með hliðsjón af losun gróðurhúsalofttegunda, þá er í öllum tilfellum hagstæðara að framleiða vöruna sem næst neytendum og í mörgum tilfellum skilur íslenska framleiðslan eftir sig mun minna kolefnisspor en erlend framleiðsla. Þar spilar hrein orka á Íslandi stóra rullu, sér í lagi í garðræktinni. Aukinn innflutningur á landbúnaðarafurðum vinnur því greinilega gegn markmiðum um að draga úr losun CO2 og annarra gróðurhúsalofttegunda.  
 
Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...