Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Húsnæðisaðstæður barna: Ísland með sjöttu verstu aðstæðurnar í Evrópu
Fréttir 25. júlí 2017

Húsnæðisaðstæður barna: Ísland með sjöttu verstu aðstæðurnar í Evrópu

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Samkvæmt uppfærðum gögnum Eurostat frá 10. júlí sl. lifa að meðaltali 17% barna (0–17 ára) í löndum Evrópusambandsins í húsnæði með leku þaki, sagga í veggjum, gólfi og burðarvirki, eða við rotnun í gluggum eða gólfi. Á Íslandi er hlutfallið mun hærra eða 25%.
 
Þetta er samkvæmt niður­stöðum árlegrar könnunar Evrópu­sambandsins (EU statistics on income and living conditions - EU-SILC ) á innkomu og lífs­skilyrðum fyrir árið 2015, en niðurstöður fyrir 2016 liggja ekki fyrir nema að litlum hluta. 
 
Samkvæmt tölunum hefur staðan verið mjög slæm í Tyrklandi til fjölda ára. Þar hafa á bilinu 43–46% barna upp að 17 ára aldri búið við slæmar aðstæður í rakaskemmdu íveruplássi. Ekki liggja fyrir tölur frá Tyrklandi frá 2014. Næstverst hefur staðan verið í Ungverjalandi, en þar bjuggu 29,4% barna við slíkar aðstæður. Í Portúgal var hlutfallið 28,1% og í Lettlandi bjuggu 26% barna við slíkar aðstæður. Staðan á Ítalíu var lítið skárri, en þar var 25,2% barna í þessari stöðu. 
 
Afleit staða á Íslandi
 
Vekur athygli að í sjötta versta sæti kemur Ísland með 25% barna sem búa við slæmar aðstæður hvað lek þök og rakaskemmdir varðar. Er staðan á Íslandi á pari við ástandið í Slóveníu og deila þau sjötta og sjöunda sætinu. Kann þar að endurspeglast mjög sterk umræða hér á undanförnum árum um gallaðar húsbyggingar með rakaskemmdum og sveppagróðri. Fá þessar tölur hugann óneitanlega til að hvarfla aftur til tíma gömlu torfbæjanna. Virðist sem vandann megi rekja til óvandaðra vinnubragða við húsbyggingar og jafnvel rangrar hönnunar varðandi einangrun og klæðningar húsa. Oft og tíðum má líka örugglega kenna um lélegu viðhaldi.
 
Líka þekkt vandamál hjá andfætlingum okkar á Nýja-Sjálandi
 
Þegar horft er til annarra eyþjóða þá hafa Nýsjálendingar verið mjög meðvitaðir um þessi vandamál og hófu rannsóknir upp úr 1990 á því hvað helst orsakaði leka í húsum. Það var vandi sem kallaður var lekabyggingaheilkennið eða „leaky building syndrome“.  Þótt ríkið hafi styrkt aðgerðir til að lagfæra hús vegna lekavanda um allt að 50% er verulegur vandi enn til staðar. Þar hafa samt verið sett lög um að ef leka- eða rakavandamál kemur upp í húsum, þá gildi ábyrgð á húsinu í tíu ár aftur í tímann ef hægt er að rekja vandann til óvandaðra vinnubragða við byggingu.    
 
Samkvæmt áðurnefndum könnunum hefur staðan verið slæm á Íslandi öll árin frá 2008. Aðeins tvisvar á þessu tímabili hefur raki í húsnæði talist vera hjá minna en 20% barna, en það var árin 2010 og 2011 þegar hlutfallið var 19,1 og 19,5%. 
 
Staðan einnig slæm í Danmörku og Bretlandi
 
Staðan er víðar slæm, eins og á Kýpur, sem er með 23,5% barna sem búa við raka í húsnæði. Þar á eftir kemur Serbía með 22,2%. Þá vekur ekki síður athygli að staðan í Danmörku er ekki ýkja mikið betri en á Íslandi. Þar er hlutfallið 19,5% og er Danmörk í tíunda neðsta sætinu. Hefur staðan í Danmörku verið slæm hvað þetta varðar í mörg ár en var verst 2012 þegar hún var 21,2%. Fast á hæla Danmerkur kemur svo Bretland með 18,6%.
 
Langbest staða í Finnlandi
 
Afgerandi best staða er sögð í Finnlandi. Þar búa aðeins 4,6% barna við lek þök og raka í húsum. Þar á eftir kemur Noregur með 7,7% og Svíþjóð með 9,6%. Síðan kemur Tékkland og Króatía þar sem bæði löndin mælast með 9,7% barna í slæmri húsnæðisaðstöðu. 
 
Í hinu efnaða Þýskalandi er hlutfallið aftur á móti 14,2%, eða það sama og í Grikklandi. Í Frakklandi er hlutfallið 15,4%, en 15% hjá frændum okkar Írum. 
 
Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...