Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Hundrað milljón ára gömul fræ
Fréttir 18. janúar 2016

Hundrað milljón ára gömul fræ

Höfundur: Vilmundur Hansen

Steingerð fræ sem talin eru vera 110 til 125 milljón ára gömul og þau elstu sem vitað er um af blómplöntum fundust fyrir skömmu í setlögum í ám og vötnum í Portúgal og Bandaríkjunum.

Um er að ræða 250 fræ 75 mismunandi tegunda blómplantna. Mörg fræjanna eru sögð vera einstaklega vel varðveitt og að hægt sé að skoða frumubyggingu og einstaka frumuhluta þeirra undir smásjá. Form plantnanna á tímum risaeðlnanna var að flestu leyti ólík þeim plöntum sem við þekkjum í dag. Bygging þeirra var einfaldari og blómstur minna. Fræin voru einnig minni og það tók lengri tíma fyrir þau að spíra en fræ blómplantna í dag.

Talsmaður danskra og sænskra grasafræðinga, sem rannsakað hafa fræin, segir að óvanalegt sé að finna svona vel varðveitt fornsöguleg fræ og að fundur þeirra eigi eftir að veita mikla innsýn í líffræði og þróun fyrstu blómplantnanna í heiminum.

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...