Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Hugmyndasmiðja Gjálpar með hugmyndasmiðju í Þjórsárskóla
Fréttir 8. nóvember 2016

Hugmyndasmiðja Gjálpar með hugmyndasmiðju í Þjórsárskóla

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
Gjálp, Félag um atvinnuuppbyggingu við Þjórsá, stendur fyrir hugmyndasmiðju í Þjórsárskóla laugardaginn 12. nóvember kl. 13. 
 
„Markmið hennar er að kveikja hugmyndir um nýsköpun og atvinnutækifæri í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Áður en hugmyndavinnan hefst verður farið í greiningu á styrkleikum og veikleikum sveitarinnar, hvaða tækifæri bíða og hvaða ógnir steðja að,“ segir Pálína Axelsdóttir Njarðvík, sem á sæti í stjórn Gjálpar. 
 
Áhersla verður lögð á nýsköpun í þremur megingreinum: landbúnaði, ferðaþjónustu og tækni og hugbúnaði 12. nóvember.  
 
Til að leiða hugmyndavinnuna hefur Gjálp fengið frábært fólk með sérþekkingu á nýsköpun tengdri þessum greinum. 
 
„Við í stjórninni hlökkum mikið til og erum viss um að margar góðar hugmyndir um atvinnutækifæri kvikna. Við viljum fylgja eftir og hjálpa til að láta hugmyndirnar rætast. Fólki og fyrirtækjum sem styðja við sprotafyrirtæki og atvinnuuppbyggingu hefur verið boðið á hugmyndasmiðjuna. Að fjölga atvinnutækifærum í sveitinni varðar alla sem búa í sveitinni eða tengjast henni. 
 
Við erum viss um að margir lumi á góðum hugmyndum og með því að leiða fólk með ólíka reynslu saman verði þær fljótt að veruleika,“ bætir Pálína við. Í lokin verða hugmyndirnar kynntar og loks endað í Árnesi þar sem boðið verður upp á kjötsúpu.
Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði
Fréttir 16. apríl 2024

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði

Matvælastofnun hefur birt leiðrétta skýrslu yfir áburðareftirlit síðasta árs.

Ísteka í yfirburðastöðu
Fréttir 15. apríl 2024

Ísteka í yfirburðastöðu

Í nýrri ályktun Samkeppniseftirlitsins kemur fram að Ísteka beiti sterkri stöðu ...

Hverfandi líkur á riðusmiti árið 2032
Fréttir 15. apríl 2024

Hverfandi líkur á riðusmiti árið 2032

Í nýrri landsáætlun verður stefnt að því að hverfandi líkur verði að upp komi ri...

Hrútaverðlaun fyrir Gullmola og Blossa
Fréttir 15. apríl 2024

Hrútaverðlaun fyrir Gullmola og Blossa

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var í Ásgarði Landbúnaðarháskóla Ísla...

Sláturhús brann til grunna
Fréttir 12. apríl 2024

Sláturhús brann til grunna

Sláturhúsið í Seglbúðum í Landbroti brann til grunna þann 1. apríl.

Ekki farið að lögum um útivist nautgripa
Fréttir 12. apríl 2024

Ekki farið að lögum um útivist nautgripa

Matvælastofnun lagði stjórnvaldssektir á þrjú kúabú á Vesturlandi á dögunum vegn...

Dregur úr kaupvilja
Fréttir 12. apríl 2024

Dregur úr kaupvilja

Niðurstöður tilboðsmarkaðar fyrir greiðslumark mjólkur í byrjun apríl sýna að ja...