Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Hrossastóð í rekstri geta skapað mikla hættu á vegum
Fréttir 18. ágúst 2016

Hrossastóð í rekstri geta skapað mikla hættu á vegum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Rekstur lausra hrossa eftir og meðfram vegum landsins getur skapað talsverða hættu jafnt fyrir hrossin og ökumenn sem þurfa að keyra framhjá hrossum í rekstri.

Ólafur Kr. Guðmundsson, tæknistjóri EuroRAP, var nýlega í gagnaöflunarferð á Suðurlandi og ók fram á fjögur stóð í slíkum rekstri við Laugarvatn og á Biskupstungnabraut. Í öllum tilfellum urðu umferðartafir, hættuástand og fullt af erlendum ferðamönnum á bílaleigubílum sem vissu ekki hvaðan á sig stóð veðrið.

Samráð við lögreglu?

Ólafur segist ekki skilja af hverju það viðgengist að vera með stóð af lausum hestum í rekstri á og við helstu ferðamannaleiðir á háannatíma. Nær væri að gera þetta á kvöldin, snemma á morgnana eða nóttunni. Hann sagði eðlilegast að fá leyfi fyrir þessum rekstri og æskilegt væri að gera þetta í samráði við lögreglu.

Reglur fylgja ekki samfélagsþróun

„Við búum við það hér á landi að sumt í lögum og reglum fylgir ekki breyttri tækni, samgöngum og samfélagsþróun. Meðal þess er hestaumferð eftir þjóðvegum og á vegsvæðum þeirra. Á sumum landsvæðum er lausaganga búfjár ekki bönnuð og víða eru girðingar ekki fjárheldar eða ekki til staðar.

Almenna reglan er ennþá sú að hestaumferð eftir þjóðvegum er heimil, með undantekningum, utan þéttbýlis. Með vaxandi umferð, bundnu slitlagi á þjóðvegum og auknum ferðahraða bíla má hins vegar segja að útilokað sé að ríðandi umferð og rekstur hrossa sé á og við akvegi.“

Óþarfa áhætta

Ólafur segir að hross á ferð innan um umferð ökutækja hafi í för með sér óeðlilega áhættu fyrir dýr og menn. „Bundið slitlag á vegi hentar ekki fyrir umferð hesta, bæði út frá velferð dýranna og einnig vegna endingar slitlagsins. Þarna geta ákvæði laga um dýravernd og meðferð dýra átt við. Almenn ákvæði um að gæta varúðar og gæta þess að valda ekki skemmdum á vegamannvirkjum gilda um hestaumferð eins og aðra umferð um vegi og brot gegn lögunum geta varðað sektum og skapað bótaábyrgð.

„Umferð hestamanna um þjóðvegi sætir almennum takmörkunum og telja verður heimilt samkvæmt umferðarlögum að takmarka eða banna umferð hestamanna um tiltekinn þjóðveg vegna umferðaröryggis,“ segir Ólafur.

Skylt efni: umferðaröryggi | Hestar

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...