Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Hrossakjötsskandall á Spáni
Fréttir 30. janúar 2020

Hrossakjötsskandall á Spáni

Höfundur: Vilmundur Hansen

Europol og lögregla á Spáni hafa handtekið 15 manns vegna skjalafölsunar og sölu á hrossakjöti sem er óhæft til neyslu. Málið nær aftur til ársins 2015 og hundruðum hrossa slátrað og sett á markað til manneldis.

Samkvæmt heimildum Global Meat hófst rannsókn málsins í kjölfar þess að spænskur kjöteftirlitsmaður fann sendingu með hrossakjöti sem var óhæft til neyslu. Kjötið sem er til umræðu kom allt af 300 hrossum sem hafði verið slátrað í sama héraði. Við nánari athugun á heilbrigðisvottorðum á yfir tíu þúsund hrossum, sem slátrað hafði verið á sama stað, kom í ljós að 185 vegabréf fyrir hesta voru fölsuð og að yfir eitt hundrað hrossum til viðbótar hafði verið slátrað og sett á markað sem hrossakjöt til manneldis.

Til þessa hafa Europol og spænska lögreglan handtekið 15 manns vegna málsins og tekið fjölda annarra til yfirheyrslu. Málið er sagt svipað hrossakjötssvindli sem kom upp í Evrópu fyrir um sjö árum þar sem hrossakjöt, sem var í sumum tilfellum óhæft til neyslu, var selt á milli landa sem nautakjöt.

Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...

Grípa þarf tækifærin
Fréttir 26. mars 2024

Grípa þarf tækifærin

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, telur að bændur eigi að leyfa sér að hor...