Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Rafbíll bóndans í Fagradal fyrir utan fjárhúsin.
Rafbíll bóndans í Fagradal fyrir utan fjárhúsin.
Mynd / Jónas Erlendsson
Fréttir 12. apríl 2017

Hleðsla í hlaði

Höfundur: Tjörvi Bjarnason
Ferðaþjónustubændur, Bænda­samtökin og Orkusetur hafa á síðustu vikum rætt mögulegt samstarf sem lýtur að því að bjóða rafbílaeigendum upp á hleðslu á sveitabæjum. Hugmyndin er að byggja upp þjónustunet á meðal bænda og styrkja þannig innviði fyrir notkun rafbíla úti á landsbyggðinni.  
 
Á dögunum sendi Hey Iceland, sem áður hét Ferðaþjónusta bænda, bréf til sinna félagsmanna þar sem óskað var eftir áhugasömum ferðaþjónustubændum í verkefnið en vinnuheiti þess er „Hleðsla í hlaði“.
Berglind Viktorsdóttir, gæðastjóri hjá Hey Iceland, segir að víða leynist tækifæri til aðgerða í umhverfismálum og fyrirtækið vilji leggja sitt af mörkum við að bæta lífsgæði og vernda náttúruna fyrir komandi kynslóðir.
 
„Rafbílavæðingin hér á landi hefur verið lengi í umræðunni sem mikilvægt framlag til að draga úr gróðurhúsaáhrifum. Það er ekki spurning um hvort heldur hvenær rafbílavæðingin hefst af fullum krafti og því mikilvægt að við undirbúum farveginn fyrir þessa breytingu sem lið í aukinni þjónustu við gesti og sýnum gott fordæmi með því að taka þátt í að styðja við aukna notkun rafbíla á landsvísu,“ sagði í bréfinu til ferðaþjónustubænda.
 
Margs konar ávinningur
 
Ýmsir telja að rafhleðslustöðvar verði jafn sjálfsagðar á ferðaþjónustubæjum og þráðlaust net er í dag fyrir gesti. Fyrir ferðaþjónustubændur er því um nauðsynlega þjónustu að ræða ef menn vilja ekki dragast aftur úr í samkeppninni. Ávinningurinn er fyrst og fremst aukin þjónusta við gestina en ferðalangurinn á fjölbreytt viðskipti við bóndann; kaupir áfyllingu á rafbíl, gistingu, veitingar og jafnvel afþreyingu.
Rafbílaeigandinn finnur fyrir auknu öryggi, vitandi af því að hann getur ekið lengri vegalengdir á rafmagni með viðkomu á bændastöðvum eða stærri hleðslustöðvum.
 
Kanna áhuga hjá bændum
 
Næstu skref eru að kanna áhuga bænda á að taka þátt í verkefninu. Ennþá á eftir að meta umfang og kostnað við að þétta net rafhleðslustöðva um landið. Tæknin er í örri þróun og nokkrar mismunandi tegundir af hleðsluþjónustu eru fyrir hendi, allt frá einföldum framlengingarsnúrum til fullkominna hraðhleðslustöðva. 
 
Ef áhugi reynist fyrir hendi hjá bændum og verkefnið er raunhæft út frá fjárhagslegum forsendum verður haldið áfram. Hugmyndin er sú að þátttakendur setji upp skilti sem vísi á hleðslustöðvar og staðirnir verði merktir inn á helstu kort og vefsíður.
 
Hey Iceland hefur óskað eftir því að ferðaþjónustubændur sem vilji stíga fyrstu skrefin hafi samband við skrifstofuna fyrir lok fimmtudagsins 27. apríl. Aðrir bændur, sem kunna að hafa áhuga á að setja upp hleðsluþjónustu, er bent á að hafa samband við Bændasamtökin í netfangið bondi@bondi.is. Nánar verður fjallað um rafbílavæðingu og hleðslumöguleika í Bændablaðinu í næstu tölublöðum. 
Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...