Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Karen Jónsdóttir og Berglind Häsler.
Karen Jónsdóttir og Berglind Häsler.
Fréttir 26. mars 2020

Vill að Ísland verði lífrænt - fyrst ríkja

Karen Jónsdóttir á og rekur Kaja Organic á Akranesi. Karen tileinkaði sér lífrænan lífstíl þegar hún veiktist fyrir allmörgum árum. Hún segist finna merkjanlegan mun á sér eftir að hún byrjaði að borða hreinan lífrænan mat. Hún á sér þann draum að Ísland verði fyrsta landið til að verða lífrænt með bæði lýðheilsu og umhverfissjónarmið að leiðarljósi. En það er langt í land enda aðeins um 1% af matvælaframleiðslu á Íslandi með lífræna vottun. Karen er þriðji viðmælandi Berglindar Häsler í Hlaðvarpi Havarí, samtal um lífræna ræktun og framleiðslu sem unnið er í samstarfi við VOR og Bændablaðið.

,,Það er risastórt lýðheilsumál að borða vel og því mættu veitingastaðir og mötuneyti taka sig á og svo ég tali nú ekki um leikskóla og skóla. Mín trú er sú að þú ert það sem þú borðar og að ala börn upp á erfðabreyttum mat, mat sem er ræktaður í eitri gerir ekki einu einasta barni gott. Þess vegna er ég mjög hrifin af þeirri stefnu sem dönsk stjórnvöld vinna nú eftir. Þau hafa tekið þá stefnu að 75% af því hráefni sem notað er í mötuneytum ríkisins og sveitarfélaga á að vera lífrænt (...) Danir vita að mannauðurinn skiptir máli og því þarf að hugsa vel um hann, sérstaklega börnin. Að ala börn upp á góðu fæði er gríðarlega mikilvægt. Þegar til lengri tíma er litið verður fólk minna veikt og  þroskast betur. Það vita það allir að það eru ýmis E-efni sem virka mjög illa á taugakerfi barna,” segir Kaja meðal annars.

Karen rekur eina kaffihús landsins sem vottað er lífrænt, þá er hún einnig heildsali, framleiðandi og frumkvöðull. Í þættinum fáum við að smakka fyrstu íslensku jurtamólkina – byggmjólk!

Það má eiginlega segja að Kaja Organic sé pínulítið stórveldi sem skiptir orðið máli fyrir Akranes enda atvinnuskapandi fyrir konur en atvinnuleysi kvenna á Skaganum er ansi hátt.

Karen er nýkomin í stjórn VOR og þar ætlar hún m.a. að beita sér fyrir sínu hjartansmáli, eftirliti með merkingum á matvælum.

,,Lífræn framleiðsla er dýrari, það eru meiri gæði og betri næring. Því sjá aðrir framleiðendur sér sumir hag í því að svindla á merkingum og eftirlitið er ekki nægt. Ég borga fyrir mína vottun og það er strangara eftirlit með lífrænni ræktun og framleiðslu og því er ekki sanngjarnt að aðrir framleiðendur séu með villandi merkingar. Hvorki gagnvart neytendum né lífrænum framleiðendum.”

Þetta og fleira og fleira í Hlaðvarpi Havarí að þessu sinni.

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...