Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Guðríður Helgadóttir, forstöðumaður starfs- og endurmenntunardeildar Landbúnaðarháskóla Íslands með fálkaorðuna góðu. Mynd / HKr.
Guðríður Helgadóttir, forstöðumaður starfs- og endurmenntunardeildar Landbúnaðarháskóla Íslands með fálkaorðuna góðu. Mynd / HKr.
Fréttir 13. janúar 2020

Hissa, glöð og þakklát

Höfundur: Vilmundur Hansen

Guðríður Helgadóttir, forstöðumaður starfs- og endurmenntunardeildar Land­búnaðar­háskóla Íslands, hlaut 1. janúar síðastliðinn riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf á vettvangi íslenskrar garðyrkju og miðlun þekkingar.

„Fyrst þegar ég heyrði að orðuveitingunni varð ég orðlaus og hissa. Því næst varð ég glöð og hreykin yfir því að einhverjir telji að starf mitt í þágu garðyrkju sé þess virði að mér hlotnist þessi heiður. Seinna hugsaði ég að kannski er maður ekki besti dómarinn á eigið starf og að líklega telja aðrir að ég sé að gera eitthvert gagn. Satt best að segja kom orðuveitingin gersamlega flatt upp á mig og mér hafði aldrei dottið þetta í hug sjálf og ég er mjög þakklát þeim sem stóðu fyrir þessu,“ segir Guðríður.

Að sögn Guðríðar hefur hún fengið ótrúlega jákvætt viðmót frá ólíklegasta fólki eftir veitinguna og að ókunnugt fólk hafi jafnvel óskað henni til hamingju á förnum vegi og ekki laust við að hún sé montin að hafa fengið orðuna.

„Ég lít ekki síður á orðuveitinguna sem viðurkenningu fyrir íslenska garðyrkju og garðyrkju sem fagi. Garðyrkja á Íslandi er fremur ungt fag og hefur stundum átt á brattann að sækja. Áhugi á garðyrkju er samt alltaf að aukast og mikið af ungu fólki sem hefur áhuga á ræktun og vill starfa innan greinarinnar. Persónulega held ég að Íslendingar séu sífellt meira að opna augun fyrir gildi ræktunar og hvað möguleikarnir eru miklir. Bæði á sviði matvælaframleiðslu og hversu mikið ræktun getur breytt umhverfinu til góða.

Uppfært 15. janúar

Rætt var við Guðríði í þættinum Skeggrætt með Áskeli Þórissyni, sem er hýstur undir merkjum Hlöðunnar, hlaðvarps Bændablaðsins, á öllum helstu streymisveitum. Hægt er að hlusta á þáttinn hér undir.

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...