Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Herlirfur plága í maísrækt í Afríku
Fréttir 28. apríl 2017

Herlirfur plága í maísrækt í Afríku

Höfundur: Vilmundur Hansen

Plága herlirfa herjar á maísakra í Suður-Afríku og öðrum löndum í sunnanverðri Afríku. Uppskerubrestur af völdum plágunnar er gríðarlegur.

Eftir að lirfurnar skríða úr eggi geta þær valdið gríðarlegum skemmdum á maís og uppskerubresti á stórum svæðum. Löndin sem verst hafa komið út úr slíkum plágum eru Suður-Afríka, Sambía, Malaví og Simbabve.

Landbúnaðarfræðingar segja að auk þess að leggjast á maís sæki lirfan í aðrar matjurtir eins og soja, kartöflur og jarðhnetur svo dæmi séu nefnd.

Fiðrildið, sem lirfan er ein birtingarmyndin af, barst í Afríku frá Suður-Ameríku í lok sjötta áratugar síðustu aldar og hefur verið að breiðast út síðan þá, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að útrýma henni.

Lítið er vitað um hegðunar­mynstur fiðrildanna í Afríku og er talin hætta á að þau geti orðið árstíðabundin plága á mismunandi stöðum í álfunni verði ekkert að gert.

Skylt efni: Afríka | plágur maís | lirfur

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...