Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Heilsugrís tekinn til starfa í Noregi
Fréttir 9. febrúar 2016

Heilsugrís tekinn til starfa í Noregi

Höfundur: Bondevennen /Erla Hjördís Gunnarsdóttir
Nýtt ráðgjafa- og gagnavefsvæði fyrir svínabændur í Noregi, Helsegris, hóf starfsemi 1. janúar síðastliðinn. 
 
Þessu nýja verkfæri er ekki einungis ætlað að standa vörð um skjöl og upplýsingar fyrir sláturhús og neytendur, heldur einnig fyrir svínabændur. Bera menn væntingar til þess að Helsegris bæti samstarf milli framleiðenda og dýralækna til skilvirkari og öruggari svínaframleiðslu í Noregi.
 
Frá og með 1. janúar verður eina leiðin til að fá samþykki búanna á sölu á smágrísum að fara í gegnum vefsvæði Helsegris. 
 
Hjá ræktunarbúum mun Helsegris koma í stað Helseweb en fyrir önnur bú mun hið nýja forrit tekið í notkun á árinu 2016. Sameiginleg krafa frá öllum sláturhúsum fyrir veltu á smágrísum er hin svokallaða „heilsugrísviðbót“. Dýralæknir verður árlega að staðfesta samþykki fyrir hvert bú um sölu á smágrísum að smitvarnir séu í lagi og að það sé laust við ákveðna sjúkdóma. 
 
Ræktunarbúin þurfa að hafa þrjár fastar heimsóknir á ári af sínum dýralækni. Áhersla síðustu ár, bæði frá greininni sjálfri og frá neytendum um meiri gagnasöfnun og krafa um góða heilsu, hreinlæti og velferð í svínaframleiðslunni hefur þvingað fram þörf fyrir sameiginlegt verkfæri. Eftir því sem tíminn líður mun einnig vera hægt að nota Helsegris í samvinnu við tryggingarfélög, Matvælaeftirlitið og hjá opinberum stofnunum. 
 
Útgáfa vefsvæðisins sem nú verður tekið í gagnið er hönnuð þannig að þegar fram líða stundir geta framleiðendur sótt meiri utanaðkomandi upplýsingar eins og svör úr rannsóknum dýralækna á til dæmis blóðprufum eða upplýsingar frá fóðurframleiðendum um samsetningu fóðurs sem er í boði o.fl. Meiri upplýsingar um Helsegris má finna á www.animalia.no.
 

Skylt efni: svinarækt í Noregi

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...