Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Arnór Gunnarsson sleppti ekki takinu af eftirlegukindunum.
Arnór Gunnarsson sleppti ekki takinu af eftirlegukindunum.
Fréttir 6. febrúar 2017

Heilmikill leiðangur gerður eftir kindum í Staðarafrétti

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
„Ferðin gekk í alla staði vel og allir komu heilir heim, það er fyrir mestu,“ segir Ari Jóhann Sigurðsson í Varmahlíð í Skagafirði, en í síðustu viku fór hann ásamt fleiri vöskum mönnum í leiðangur hvers tilgangur var að sækja kindur sem orðið höfðu eftir í Staðarafrétt á liðnu hausti.  Heim var komið eftir vel heppnaða aðgerð með fjórar kindur sem allar eru komnar til síns heima. Um helgina var síðan farið í annan túr og þá heimtust 5 kindur til viðbótar. 
 
Vígalegir kappar. Ari Jóhann Sigurðsson, Ólafur Bjarni Haraldsson, Guðmundur Valtýsson, Birgir Hauksson og Arnór Gunnarsson.
 
Með Ara Jóhanni í för í fyrri ferðinni voru þeir Guðmundur Valtýsson, Eiríksstöðum, Þorbergur Gíslason, Glaumbæ, Ólafur Bjarni Haraldsson, Brautarholti, Arnór Gunnarsson, Varmahlíð og Birgir Hauksson, Valagerði. Fóru kapparnir á þremur fjórhjólum og tveimur sexhjólum, vel búnir með allar græjur sem til þarf í leiðangur af þessu tagi sem og með góðan fjarskiptabúnað.
 
„Ferðin tók í allt fjóra og hálfan tíma. Við lögðum af stað um kl. 11 þegar orðið var vel bjart, veður var ljómandi gott, frost og logn og ágætis ferðaveður hélst allan tímann,“ segir Ari Jóhann. Farið var í svonefnd Vesturfjöll, fjöllin norður af Vatnsskarði. Lagt var af stað frá Gautsdal, norður Laxárdal og í gegnum Litla-Vatnsskarð. Þaðan var haldið út Víðidal og á móts við Gvendarstaði, bæ sem fór í eyði um aldamótin 1900, sáust fjórar kindur sem héldu sig utan í Stakkfellinu.
 
Hafa haldið sig á afréttinum frá því í haust
 
„Við höfum vitað af þessum kindum frá því í haust, rjúpnaskytta sá þær í október og svo sáust þær við eftirgrenslan um áramótin,“ segir Ari Jóhann, en enn eru á þessum slóðum, í Staðarafrétt, einhverjar eftirlegukindur. Vitað er um tvær kindur sem sáust á Hryggjardal í desember sem ekki eru fundnar, auk þess sem ein kind heldur sig á Miðdal. Á þrettándanum voru tvær kindur sóttar vestur á Miðdal, þannig að nú er búið að sækja sex kindur. Þá fundust tvö hross í Reykjarskarði í síðustu viku sem saknað hafði verið síðan í haust. „Það verður eflaust farið í fleiri ferðir á næstunni, svona til að kíkja yfir svæðið, en það veltur á veðrinu, maður fer ekki nema veður og skyggni sé gott. Við höldum ekki í annan slíkan leiðangur með öllum þeim mannskap og útbúnaði sem til þarf upp á von og óvon,“ segir hann. 
 
Það voru nokkrar festur í ferðinni, þessi sýnu verst. En allt bjargaðist enda vanir menn á ferð og öllu vanir.
 
Vel gekk að handsama kindurnar sem náð var í í Staðarafrétt í síðustu viku, tík Guðmundar á Eiríksstöðum var með í för og komst hún í veg fyrir þær. Eftirleikurinn var nokkuð auðveldur og allar voru kindurnar settar upp á hjólin til þess að gera á skömmum tíma. Þrjár kindanna eru í eigu Erlu Lárusdóttur á Sauðárkróki og þá átti Friðrik Stefánsson í Glæsibæ eitt lamb. 
Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...