Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Handónýtir vegir í uppsveitum Árnessýslu
Fréttir 28. nóvember 2016

Handónýtir vegir í uppsveitum Árnessýslu

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
„Ástandið er alls ekki gott, vegirnir eru víða mjög slæmir og þarfnast mikils viðhalds. Það vantar miklu, miklu meira fjármagn til Vegagerðarinnar svo hún geti sinnt sínum störfum og haldið vegunum við. 
 
Ég veit að þeir eru allir af vilja gerðir en það stendur á peningum frá ríkisvaldinu,“ segir Ólafur Guðmundsson, einn helsti vega­sérfræð­ingur landsins. 
 
Ólafur Guðmunds
son.
Hann hefur nýlega skilað af sér skýrslu til sveitar­félaganna í upp­sveitum Árnes­sýslu, Flóa­hrepps og Ásahrepps um ástand veganna á þessum svæðum. Skýrslan er vægast sagt svört því vegirnir eru meira og minna handónýtir. Í bókun sveitarstjórnar Bláskógabyggðar segir m.a.: „Sveitarstjórn Bláskógabyggðar hvetur ríkisvaldið til að leggja meira fjármagn til uppbyggingar og viðhalds á vegakerfinu enda löngu orðið tímabært. Með áframhaldandi fjölgun ferðamanna mun vegakerfið gefa sig með ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir íbúa, fyrirtæki svæðisins og ferðamenn. Ekki er lengur við þetta ástand unað þar sem öryggismálum almennings er ekki sinnt.“ 

Skylt efni: Vegagerð | Vegamál | Árnessýsla

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði
Fréttir 16. apríl 2024

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði

Matvælastofnun hefur birt leiðrétta skýrslu yfir áburðareftirlit síðasta árs.

Ísteka í yfirburðastöðu
Fréttir 15. apríl 2024

Ísteka í yfirburðastöðu

Í nýrri ályktun Samkeppniseftirlitsins kemur fram að Ísteka beiti sterkri stöðu ...

Hverfandi líkur á riðusmiti árið 2032
Fréttir 15. apríl 2024

Hverfandi líkur á riðusmiti árið 2032

Í nýrri landsáætlun verður stefnt að því að hverfandi líkur verði að upp komi ri...

Hrútaverðlaun fyrir Gullmola og Blossa
Fréttir 15. apríl 2024

Hrútaverðlaun fyrir Gullmola og Blossa

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var í Ásgarði Landbúnaðarháskóla Ísla...

Sláturhús brann til grunna
Fréttir 12. apríl 2024

Sláturhús brann til grunna

Sláturhúsið í Seglbúðum í Landbroti brann til grunna þann 1. apríl.

Ekki farið að lögum um útivist nautgripa
Fréttir 12. apríl 2024

Ekki farið að lögum um útivist nautgripa

Matvælastofnun lagði stjórnvaldssektir á þrjú kúabú á Vesturlandi á dögunum vegn...

Dregur úr kaupvilja
Fréttir 12. apríl 2024

Dregur úr kaupvilja

Niðurstöður tilboðsmarkaðar fyrir greiðslumark mjólkur í byrjun apríl sýna að ja...