Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Kristján Þór Júlíusson, Guðrún S. Tryggvadóttir og Arnar Árnason skrifuðu undir bókun sem fylgir samkomulagi um nýendurskoðaðan nautgripasamning.
Kristján Þór Júlíusson, Guðrún S. Tryggvadóttir og Arnar Árnason skrifuðu undir bókun sem fylgir samkomulagi um nýendurskoðaðan nautgripasamning.
Mynd / TB
Fréttir 26. nóvember 2019

Hámarksverð á greiðslumarki verður þrefalt afurðastöðvaverð

Höfundur: Tjörvi Bjarnason

Hámarksverð á greiðslumarki mjólkur í viðskiptum milli greiðslumarkshafa getur aldrei orðið hærra en þrefalt lágmarksverð mjólkur til framleiðenda eins og það er á hverjum tíma. Þetta kemur fram í nýrri bókun sem fulltrúar bænda og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra skrifuðu undir seinnipartinn í dag. Einnig var vikið að fyrirkomulagi aðilaskipta á greiðslumarki og reglum um tilfærslu greiðslumarks á milli lögbýla.

Bókunin var afrakstur þess að bændur og ráðherra settust aftur að samningaborði í kjölfar frestunar á atkvæðagreiðslu um endurskoðun nautgripasamnings. Atkvæðagreiðslan hefst í hádeginu miðvikudaginn 27. nóvember og stendur til hádegis 4. desember. 

Framkvæmdanefnd getur gert tillögu um hámarksverð eftir fyrsta uppboðsmarkað

Í bókuninni segir að aðilar séu sammála um mikilvægi þess að verð á greiðslumarki á hverjum tíma stuðli að aukinni verðmætasköpun á bújörðum og hagkvæmni í rekstri. Í samkomulaginu frá 25. október kom fram að ef verðþróun á markaði yrði óeðlileg að teknu tilliti til framboðs, eftirspurnar og aðstæðna að öðru leyti sé ráðherra heimilt, að fenginni tillögu framkvæmdanefndar búvörusamninga, að setja hámarksverð á greiðslumark.

Gert var samkomulag um það að í janúar 2020 muni framkvæmdanefnd búvörusamninga taka afstöðu til þess hvort setja skuli hámarksverð á greiðslumark á fyrsta markaði með hliðsjón af markaðsaðstæðum og tillaga lögð fyrir ráðherra eigi síðan en 1. febrúar 2020. Þá segir að hámarksverð geti aldrei orðið hærra en þrefalt lágmarksverð mjólkur til framleiðenda eins og það er á hverjum tíma. Í dag er afurðastöðvaverð fyrir meðalmjólk til framleiðenda 90,48 kr. á hvern líter. Það þýðir að hámarksverð á greiðslumarki getur hæst orðið rúm 271 króna.

Skerpt á reglum um viðskipti greiðslumarks

Í bókuninni er einnig skerpt á reglum um greiðslumarksviðskipti á milli aðila innan sama lögbýlis og tilfærslu greiðslumarks á milli lögbýla í eigu sama aðila.  Þar segir að aðilar séu sammála um að öll aðilaskipti greiðslumarks mjólkur skuli fara fram á markaði samkvæmt ákvæðum samkomulags frá 25. október 2019. „Þó verður áfram heimilt að staðfesta aðilaskipti á milli aðila innan sama lögbýlis og tilfærslu greiðslumarks milli lögbýla í eigu sama aðila, enda hafi öll lögbýlin verið í hans eigu fyrir 31. desember 2018.“

Þá verður unnt að staðfesta tilfærslu greiðslumarks milli lögbýla ef framleiðandi, sem er einstaklingur, flytur búferlum með allan sinn rekstur. Þar er átt við að viðkomandi leggi niður rekstur á einu lögbýli í því skyni að hefja hann að nýju á öðru lögbýli, enda sé viðkomandi sannarlega ábúandi á nýju jörðinni, með skráð lögheimili þar og stundi þar búrekstur.

Undir bókunina skrifuðu þau Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Guðrún Sigríður Tryggvadóttir, formaður Bændasamtaka Íslands, og Arnar Árnason, formaður Landssambands kúabænda. Ný reglugerð, þar sem allar breytingar sem endurskoðaður nautgripasamningur hefur í för með sér, fer í Samráðsgátt stjórnvalda fyrir hádegi á miðvikudag.

Bókunin er birt orðrétt í heild sinni á vef BÍ, bondi.is.

Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...

Grípa þarf tækifærin
Fréttir 26. mars 2024

Grípa þarf tækifærin

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, telur að bændur eigi að leyfa sér að hor...