Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Hagsjá Landsbankans : Mjólkurframleiðsla á tímamótum
Fréttir 1. október 2014

Hagsjá Landsbankans : Mjólkurframleiðsla á tímamótum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Á áttunda og níunda áratug síðustu aldar birtust reglulega fréttir í fjölmiðlum um mikla birgðastöðu landbúnaðarafurða, þar með talið smjör-fjallið svokallaða. Þetta helgaðist af því að framleiðsla vissra landbúnaðarafurða var langt umfram innlenda eftirspurn. Bændur höfðu hag af því að framleiða sem mest þrátt fyrir að neytendur tækju ekki við. Innlend eftirspurn eftir mjólkurafurðum hefur hins vegar vaxið talsvert undanfarinn áratug á sama tíma og styrkjakerfi hins opinbera hefur miðað að því að koma jafnvægi á framleiðsluna. Innlend sala mjólkurafurða árið 2013 var rétt um 120 milljón lítra en innlend framleiðsla um 123 milljón lítra.

Í kjölfar þessarar aukningar hafa afurðastöðvar samið um að kaupa alla mjólk fram til ársloka 2016, einnig þá sem er umfram framleiðsluheimild, til að koma til móts við aukna sölu. Þeir samningar marka ákveðin tímamót í mjólkurframleiðslu Íslendinga, þar einna helst íslenska kvótakerfisins. Fyrstu 8 mánuði þessa árs hefur framleiðsla bænda á mjólk aukist um 7% sem er met aukning á svo skömmum tíma. Við reiknum hins vegar með því að það muni hægja á vexti eftirspurnar hér innanlands á komandi árum og árlegur vöxtur verði að jafnaði um 1,5% fram til ársins 2022. Því til viðbótar kunna að vera áframhaldandi möguleikar í útflutningi mjólkurafurða.

Lesa má Greiningu Landsbankans á mjólkurframleiðslunni í heild hér.

Passíusálmar sr. Hallgríms
Fréttir 29. mars 2024

Passíusálmar sr. Hallgríms

Passíusálmarnir verða fluttir í Hallgrímskirkju á föstudaginn langa.

Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...