Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Stjórn Geitfjárræktarfélags Íslands, frá vinstri: Anna María Lind Geirsdóttir, Anna María Flygenring, Guðni Ásæll Indriðason, Birna Kristín Baldursdóttir og Guðný Ívarsdóttir.
Stjórn Geitfjárræktarfélags Íslands, frá vinstri: Anna María Lind Geirsdóttir, Anna María Flygenring, Guðni Ásæll Indriðason, Birna Kristín Baldursdóttir og Guðný Ívarsdóttir.
Fréttir 10. október 2019

Hafrasæðingastöð tekur til starfa

Höfundur: Vilmundur Hansen

Nýverið tók til starfa hafra­sæðinga­stöð Geitfjár­ræktarfélags Íslands í Þórulág á Hvanneyri og eru það mikil tímamót fyrir geitfjárrækt á Íslandi og mikilvægur þáttur í varðveislu geitastofnsins.

Hafrasæðingastöðin mun skjóta styrkum stoðum undir söfnun sæðis, frystingu, nýtingu og lang­tíma varð­veislu erfðaefnis íslenska geita­stofnsins. Varnarlínur vegna sauðfjársjúkdóma hafa takmarkað mjög flutning lifandi dýra milli varnarhólfa og þá munu sæðingar þjóna mikilvægu hlutverki í að sporna við hinni miklu skyldleikarækt sem víða hefur gengið nærri stofninum. Sæðisbanki mun þjóna sem mikil­vægt öryggisnet verði stofninn fyrir verulegum skakkaföllum hvað varðar stofnstærð og erfðabreyti­leika. Reynsla er komin á geitfjársæðingar, en haustið 2010 var í fyrsta sinn á Íslandi fryst sæði úr geithöfrum.

Hafrasæðingastöðin rúmar tíu gripi í einstaklingsstíum og fer einkar vel um gripina, að sögn Birnu Kristínu Baldursdóttur, sem situr í stjórn Geitfjárræktarfélags Íslands.

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...