Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Stjórn Geitfjárræktarfélags Íslands, frá vinstri: Anna María Lind Geirsdóttir, Anna María Flygenring, Guðni Ásæll Indriðason, Birna Kristín Baldursdóttir og Guðný Ívarsdóttir.
Stjórn Geitfjárræktarfélags Íslands, frá vinstri: Anna María Lind Geirsdóttir, Anna María Flygenring, Guðni Ásæll Indriðason, Birna Kristín Baldursdóttir og Guðný Ívarsdóttir.
Fréttir 10. október 2019

Hafrasæðingastöð tekur til starfa

Höfundur: Vilmundur Hansen

Nýverið tók til starfa hafra­sæðinga­stöð Geitfjár­ræktarfélags Íslands í Þórulág á Hvanneyri og eru það mikil tímamót fyrir geitfjárrækt á Íslandi og mikilvægur þáttur í varðveislu geitastofnsins.

Hafrasæðingastöðin mun skjóta styrkum stoðum undir söfnun sæðis, frystingu, nýtingu og lang­tíma varð­veislu erfðaefnis íslenska geita­stofnsins. Varnarlínur vegna sauðfjársjúkdóma hafa takmarkað mjög flutning lifandi dýra milli varnarhólfa og þá munu sæðingar þjóna mikilvægu hlutverki í að sporna við hinni miklu skyldleikarækt sem víða hefur gengið nærri stofninum. Sæðisbanki mun þjóna sem mikil­vægt öryggisnet verði stofninn fyrir verulegum skakkaföllum hvað varðar stofnstærð og erfðabreyti­leika. Reynsla er komin á geitfjársæðingar, en haustið 2010 var í fyrsta sinn á Íslandi fryst sæði úr geithöfrum.

Hafrasæðingastöðin rúmar tíu gripi í einstaklingsstíum og fer einkar vel um gripina, að sögn Birnu Kristínu Baldursdóttur, sem situr í stjórn Geitfjárræktarfélags Íslands.

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...