Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Heiða Guðný Ásgeirsdóttir, bóndi á Ljótarstöðum, ber sig faglega að við snoðrúninginn.
Heiða Guðný Ásgeirsdóttir, bóndi á Ljótarstöðum, ber sig faglega að við snoðrúninginn.
Mynd / Jóhannes Magnússon
Fréttir 14. apríl 2016

Gullklippurnar í hendur Jóns Ottesen

Höfundur: Tjörvi Bjarnason

Það var handagangur í öskjunni þegar sex úrvalsrúningsmenn öttu kappi í keppninni um Gullklippurnar sem haldin var á Kex Hostel í Reykjavík um liðna helgi. Jón Ottesen bóndi á Grímarsstöðum bar sigur út býtum.

Fjöldi manns mætti og fylgdist með rúningi en á myndinni má sjá Heiðu Guðnýju Ásgeirsdóttur, bónda á Ljótarstöðum, bera sig faglega að við snoðrúninginn. Þórarinn Ingi Pétursson, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, var kynnir og Lilja Grétarsdóttir dæmdi af nákvæmni.

Það var síðan eitt af fyrstu embættisverkum nýs landbúnaðarráðherra, Gunnars Braga Sveinssonar, að afhenda Jóni Ottesen sigurlaunin. Viðburðurinn var skipulagður í samvinnu Landssamtaka sauðfjárbænda, sem endapunkturinn á aðalfundi og árshátíð, Bændablaðsins og forsvarsmanna Kex Hostel. Keppnin um Gullklippurnar var nú haldin í þriðja sinn. 

 

27 myndir:

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...