Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Víða er yfirvofandi uppskerubrestur og í framhaldi af honum fæðuskortur og hungur.
Víða er yfirvofandi uppskerubrestur og í framhaldi af honum fæðuskortur og hungur.
Fréttir 21. júní 2019

Gríðarlegir þurrkar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Miklir þurrkar á Indlandi hafa leitt til þess að fólk hefur flúið hundruð þorpa. Hitinn hefur víða farið yfir 50° á Celsíus og ekki er talið að það muni rigna á næstu vikum.

Hitabylgjan sem legið hefur eins og mara yfir hluta Indlands undanfarnar vikur hefur leitt til mikilla þurrka og vatnsskorts. Allt að 90% íbúa í smáþorpum hafa flúið heimili sín í leit að vatni og dæmi eru um að veikir og aldraðir hafi veri skildir eftir.

Yfirvöld segja að þurrkarnir séu verri en þurrkarnir árið 1972 sem leiddu til þess að yfir 25 milljón manns lentu á vergangi og þúsundir létust. Víða er yfirvofandi uppskerubrestur og í framhaldi af honum fæðuskortur og hungur.

Ástæða hitabylgjunnar er veðurfyrirbærið El Nino sem er heiti yfir breytingar á staðvindum í Kyrrahafinu sem valda óvenju háum sjávarhita við miðbaug. Við El Nino ár, þá minnkar úrkoman í Indónesíu, Ástralíu og Indlandi, á sama tíma og úrkoma eykst í Suður-Ameríku og hluta Bandaríkjanna. 

Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...

Grípa þarf tækifærin
Fréttir 26. mars 2024

Grípa þarf tækifærin

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, telur að bændur eigi að leyfa sér að hor...