Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Greta Clough, nýráðinn markaðs- og viðburðarstjórnandi Prjónagleðinnar, og Jóhanna Erla Pálmadóttir, framkvæmdastjóri Textílmiðstöðvar Íslands.
Greta Clough, nýráðinn markaðs- og viðburðarstjórnandi Prjónagleðinnar, og Jóhanna Erla Pálmadóttir, framkvæmdastjóri Textílmiðstöðvar Íslands.
Fréttir 12. mars 2020

Greta Clough ráðin markaðs-­ og viðburðastjóri

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Textílmiðstöð Íslands hlaut tvo styrki frá Uppbyggingarsjóði Norður­lands vestra, sem afhentir voru við hátíðlega athöfn í félags­heimilinu á Hvammstanga á dög­unum.

Annars vegar er um að ræða rekstrarstyrk að upphæð 1,1 milljón króna og hins vegar ríflega 5,1 milljón króna til að ráða viðburða- og markaðsstjóra fyrir Prjónagleðina sem haldin verður á Blönduósi 12.–14. júní á þessu ári.

Greta Clough hefur verið ráðin markaðs- og viðburðastjóri  en hún hefur getið sér gott orð fyrir Handbendi Brúðuleikhús á Hvammstanga og hefur víðtæka reynslu af viðburðastjórnun og markaðssetningu. Hún hefur þegar tekið til starfa.

Prjónagleðin er árleg prjóna­hátíð sem haldin er af Textilmiðstöð Íslands og samstarfsaðilum. Hátíðin er haldin á Blönduósi og er fyrirmynd hennar hin árlega Prjónahátíð á Fanø í Danmörku. Hátíðin í sumar er sú fimmta í röðinni. Verkefni markaðsstjóra er m.a. að skipuleggja viðburði í tengslum við hátíðina í samstarfi við stofnanir og fyrirtæki á Norðurlandi vestra og að markaðssetja hátíðina, jafnt hér á landi sem erlendis.  

Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...

Grípa þarf tækifærin
Fréttir 26. mars 2024

Grípa þarf tækifærin

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, telur að bændur eigi að leyfa sér að hor...