Mynd/Grandi Mathöll KORE er nafnið á kóreska götubásnum.
Fréttir 15. maí 2018

Grandi Mathöll opnar 1. júní

smh

Föstudaginn 1. júní mun Grandi Mathöll formlega opna með viðhöfn, en hún er staðsett á jarðhæðinni í húsnæði Sjávarklasans á Grandagarði.

Níu veitingabásar verða í nýju mathöllinni og flestir í svokölluðum street food-stíl með mismunandi áherslur; íslenskt lambakjöt, fiskur og franskar, kóreskt götueldhús, freyðivín og sjávarréttir, vín- og kaffibar, krásir úr fersku grænmeti og kryddjurtum, The Gasro Truch, litríkir og ferskir víetnamískir réttir – auk þess verður á svæðinu svokallaður pop-up vagn þar sem matarfrumkvöðlum gefst kostur á að prófa rétti sína.

Vandað til verka

Góðir street food staðir leggja mikið upp úr gæðum hráefna –  matreiðslan er jafnan fumlaus og afgreiðslan skilvirk.

Opið er fyrir gesti og gangandi 1. júní, að kynna sér mathöllina og veitingabásana.

Nánari upplýsingar um veitingabásana má finna á vef Granda Mathallar.

Eigendur að Fjárhúsinu eru Herborg Svana Hjelm og Birgir Rafn Reynisson. Það sérhæfir sig í lambakjötsréttum í street food-stíl. Mynd / Grandi Mathöll