Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Sveitarstjórn samþykkti við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2018 að bjóða upp á hollan og góðan mat, morgunmat, ávaxtastund og heitan mat í hádeginu í mötuneytum skólanna.
Sveitarstjórn samþykkti við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2018 að bjóða upp á hollan og góðan mat, morgunmat, ávaxtastund og heitan mat í hádeginu í mötuneytum skólanna.
Fréttir 28. febrúar 2018

Gjaldfrjálsar skólamáltíðir í Þingeyjarsveit

Skólamáltíðir við grunn- og leikskóla í Þingeyjarsveit eru gjaldfrjálsar. Sveitarstjórn samþykkti við gerð fjárhags­áætlunar fyrir árið 2018 að bjóða upp á hollan og góðan mat, morgunmat, ávaxtastund og heitan mat í hádeginu í mötuneytum skólanna. Tók ákvörðun sveitarstjórnar gildi um síðustu áramót og hefur mælst vel fyrir meðal íbúa sveitarfélagsins sem lýst hafa ánægju með framtakið.
 
„Markmiðið er að bæta velferð barna og unglinga í sveitarfélaginu, gera góða skóla betri og meira aðlaðandi. Þetta verður vonandi einnig til þess að hvetja barnafólk til að flytja í sveitarfélagið. Við höfum fengið afar jákvæð viðbrögð og ljóst að íbúar kunna vel að meta þessa ákvörðun enda skiptir þetta máli fjárhagslega fyrir fjölskyldur, til að mynda sem eru með tvö og þrjú börn í grunn- og leikskóla,“ segir Dagbjört Jónsdóttir, sveitarstjóri í Þingeyjarsveit.
 
Í sveitarfélaginu eru tveir grunnskólar starfandi og þrír leikskólar. Heildar nemendafjöldi í Þingeyjarsveit er um 145 börn og unglingar, um 107 nemendur í grunnskólunum og um 38 nemendur í leikskólunum. Kostnaður sveitarfélagsins vegna gjaldfrjálsu máltíðanna er um 12 milljónir króna á ári. Dagbjört segir að undanfarin ár hafi töluvert verið hagrætt í skólamálum með sameiningu og því hafi skapast frekara svigrúm í málaflokknum.   „Það er mikill metnaður lagður í gott og faglegt skólastarf sem og einnig allan aðbúnað fyrir nemendur og kennara,“ segir Dagbjört.
 
Kvaðst hún ekki vita til að önnur sveitarfélög í landinu bjóði upp á gjaldfrjálsar skólamáltíðir, „ég þori ekki að fullyrða að við séum fyrsta sveitarfélagið til að bjóða upp á ókeypis máltíðir, en mörg sveitarfélög bjóða upp á gjaldfrjáls námsgögn og það gerum við líka,“ segir hún. 
Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...