Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir landbúnaðarráðherra.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir landbúnaðarráðherra.
Fréttir 21. september 2017

Gamaldags hugmyndafræði

Höfundur: Vilmundur Hansen

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir landbúnaðarráðherra segir að hún hafi átt góðan og gagnlegan fund með Landssamtökum sauðfjárbænda í Bændahöllinni í vikunni.

„Fundurinn var góður og skemmtilegur enda alltaf gott að hitta bændur. Fundurinn var málefnalegur og margar eðlilegar ábendingar sem komu fram. Aftur á móti er að mínu mati alveg ljóst eftir fundinn að stefna bændaforustunnar, að halds í útflutningsskylduna, sama hvað hefur átt sér stað í samtölum milli hennar og ráðuneytisins, hefur tafið málið og liggur ljóst fyrir.

Að mínu mati er auðvelt að rökstyðja verulega mikið viðbótarfjármagn eftir að búið er að skrifa undir búvörusamningana ef menn ætla að leysa vandann til framtíðar. Það gengur aftur á móti ekki að setja viðbótarfé í óskilgreind verkefni sem ekki hafa hlotið viðeigandi meðferð í fagráðuneyti landbúnaðarmála. Það væri óábyrg stjórnsýsla að mínu mati.

Ég hef beitt mér fyrir viðbótarfjármagni til þess að ráðast að rótum vanda sauðfjáreigenda og að koma til móts við bændur með svæðisbundnum stuðningi vegna kjaraskerðingar bænda vegna lækkunar á afurðaverði afurðastöðvanna. Auk þess til að fara í ýmiss konar kerfisbreytingar eins og að stokka upp Framleiðnisjóð landbúnaðarins og beita honum sem alvöru matvælaþróunarsjóði, fara í aukna kolefnisjöfnun og meiri lífræna ræktun.“

Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...

Grípa þarf tækifærin
Fréttir 26. mars 2024

Grípa þarf tækifærin

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, telur að bændur eigi að leyfa sér að hor...