Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Kannski mun tími DVD-diskanna renna upp aftur.
Kannski mun tími DVD-diskanna renna upp aftur.
Fréttir 8. febrúar 2017

Gæti aukið geymslugetu DVD-diska milljónfalt

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Vísindamenn frá Kasan-sambandsháskólanum (Kazan Federal University) og samstarfsmenn þeirra í Imperial-háskólanum í London hafa fundið upp stafræna sjóntækni sem gerir það mögulegt að auka geymslugetu DVD-diska milljónfalt. 
 
Grein um þetta var birt í tímaritinu Nanoscale og þar kemur fram að vísindamönnum hafi tekist að búa til tækni sem aukið getur geymslugetu DVD-diska upp í eitt „petabyte“ (PD), eða í 1000.000.000.000.000 = 1015,  eða sem svarar 1.000 terabyte.
 
Þar kemur líka fram að DVD og Bluray-diskarnir hafi vegna takmarkaðrar geymslugetu horfið í skuggann á öðrum möguleikum við geymslu rafrænna gagna á hörðum diskum. Harðir diskar eru þó þeim annmörkum háðir að vera ekki sérlega öruggir geymslumiðlar og lítið þarf til að gögn glatist. DVD-diskarnir geta geymt rafrænar upplýsingar á mun varanlegri hátt.
 
Samkvæmt orðum vísindamannanna hefur myndast gjá á milli þessara miðla sökum eðlis þeirra.
Ómögulegt hefur reynst að auka þéttleika gagna sem lesanleg eru með lasergeisla. Sergei Kharintsev hjá Kasan-háskóla og félagi hans hjá London Imperial-háskólanum hafa fundið leið út úr þessum vanda með betri stýringu á lasergeisla með notkun á því sem kallað er „nanoantenna“ (sem kannski mætti útleggja á íslensku sem öreindaloftnet). Þannig megi þétta lesanlegt rafrænt upplýsingamagn sem brennt er á diska verulega. Telja þeir að með sömu tækni megi líka margfalda þéttleika rafræns efnis sem sent er út á alnetið. 
 
Telja vísindamennirnir að hægt sé að afrita 38 sinnum meira efni með þessari tækni en mögulegt er að gera á hörðum drifum í dag. Það þýði að í framtíðinni muni verða hægt að afrita milljón sinnum meira upplýsingamagn inn á DVD-diska en hægt er að skrifa í dag. 
 
Í grein í rússneska blaðinu PRAVDA um málið er bent á að það hafi einmitt verið  vísindamenn hjá A. Rzhanov vísindastofnuninni í Síberíu, sem fæst við rannsóknir á hálfleiðara eðlisfræði, sem fundu upp „flash-drifið“. Það er byggt upp á möguleikum á að lesa upplýsingar af marglaga geymslumiðli. Talar Pravda um þessa nýju tækni vísindamannanna í Kasan og London sem hið „nýja flash drive“. 
Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...