Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Konráð Valur á verðlaunapalli ásamt Brynju Sophie Arnarsson, Þýskalandi sem varð í 2. Sæti og Elise Harryson, Svíþjóð sem varð í þriðja sæti.
Konráð Valur á verðlaunapalli ásamt Brynju Sophie Arnarsson, Þýskalandi sem varð í 2. Sæti og Elise Harryson, Svíþjóð sem varð í þriðja sæti.
Mynd / wcicelandichorses2017
Fréttir 11. ágúst 2017

Fyrsti heimsmeistaratitillinn í höfn

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Konráð Valur Sveinsson hampaði heimsmeistaratitli í gæðingaskeiði flokki ungra knapa í gærkvöldi.

Konráð Valur og Sleipnir frá Skör komu fram af miklu öryggi í báðum sínum sprettum og uppskáru 7,50 í lokaeinkunn, nær 90 kommum hærra en Brynja Sophie Arnarson frá Þýskalandi sem varð í öðru sæti.

Gæðingaskeið er krefjandi keppnisgrein sem reynir á snerpu og nákvæmt samspil knapa og hests. Keppendur skulu leggja á skeið frá stökki, skeiða 100 metra leið og hægja niður á 50 metrum.

Þetta er í annað sinn sem Konráð Valur sigrar keppnisgreinina á Heimsmeistaramóti, en hann hampaði einnig verðlaununum árið 2013, þá á hestinum Kjarki frá Árbæjarhjáleigu II.

Magnús og Valsa í stuði

Magnús Skúlason, sem keppir fyrir Svíþjóð, sigraði flokk fullorðinna á Valsa från Brösarpsgården.

Magnús og Valsa sigruðu gæðingaskeið fullorðinna. Mynd/ Jacco Suijkerbuijk

Hann skaut þar tveimur fyrrum heimsmeisturum ref fyrir rass. Titilverjandinn Teitur Árnason og Tumi frá Borgarhóli urðu í þriðja sæti og kempurnar Guðmundur Einarsson og Sproti frá Sjávarborg fengu silfur. Guðmundur og Sproti sigruðu greinina árið 2009.

Magnús og Valsa tryggðu sér einnig sæti í úrslitum fimmgangs fyrr í vikunni og munu því gera atlögu að öðrum titli.

Hápunktur heimsmeistaramóts íslenska hestsins í Oirschot í Hollandi er um helgina en þá fara fram úrslit í öllum hringvallargreinum.

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði
Fréttir 16. apríl 2024

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði

Matvælastofnun hefur birt leiðrétta skýrslu yfir áburðareftirlit síðasta árs.

Ísteka í yfirburðastöðu
Fréttir 15. apríl 2024

Ísteka í yfirburðastöðu

Í nýrri ályktun Samkeppniseftirlitsins kemur fram að Ísteka beiti sterkri stöðu ...