Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Fyrsta tilfelli garnaveiki í Austfjarðahólfi í 30 ár
Fréttir 11. desember 2018

Fyrsta tilfelli garnaveiki í Austfjarðahólfi í 30 ár

Höfundur: Vilmundur Hansen

Garnaveiki hefur greinst í sauðfé á búinu Þrándarstöðum á Fljótsdalshéraði. Þrándarstaðir eru í Austfjarðahólfi, í hólfinu var garnaveiki á árum áður en ekki hefur verið staðfest garnaveiki í hólfinu í rúm 30 ár. Síðasta staðfesta tilvikið var á Ásgeirsstöðum, Fljótsdalshéraði árið 1986.

Sjúkdómurinn uppgötvaðist þegar 7 vetra kind drapst skyndilega og bóndinn kallaði til dýralækni. Grunur um sjúkdóminn vaknaði og hafði dýralæknirinn samband við héraðsdýralækni Austurumdæmis. Tekin voru sýni og send til Tilraunastöðvarinnar á Keldum, þar sem sjúkdómurinn var staðfestur.

Garnaveiki er ólæknandi smitsjúkdómur, sem leggst á öll jórturdýr; sauðfé, geitur, nautgripi og hreindýr. Orsökin er lífseig baktería af berklaflokki (Mycobacterium avium s.s. paratuberculosis). Hún veldur bólgum í mjógörn og oft einnig í langa, ristli og lifur. Sýklarnir berast út með saur og geta lifað mánuðum saman í umhverfinu, s.s. við gripahús og afréttargirðingar, í sláturúrgangi og í líffærum skepna sem drepast út um haga. Sýking verður um munn með saurmenguðu fóðri og vatni. Meðgöngutími í fé er 1-2 ár eða lengri. Hægt er að halda veikinni niðri með bólusetningu lamba á haustin og gefur ein bólusetning ævilangt ónæmi.

Ekki er vitað hvernig sjúkdómurinn barst að Þrándarstöðum en líkur eru á að hann hafi verið nokkur ár að búa um sig þar. Óhjákvæmilegt er að hefja bólusetningu á fé í varnarhólfinu. Unnið er að öflun faraldsfræðilegra upplýsinga og í framhaldinu verður tekin ákvörðun um hve víðtæk bólusetningin þarf að vera.

Mikilvægt er að bændur í Austfjarðahólfi láti Wija Ariyani héraðsdýralækni vita í síma 530 4800 ef þeir hafa fullorðnar kindur sem hafa verið að dragast upp undanfarin misseri.

Matvælastofnun brýnir fyrir bændum í Austfjarðahólfi að auka smitvarnir og að flytja ekki fé á milli bæja, á einnig við um hrúta. Auknar smitvarnir eru nauðsynlegar á meðan verið er að rannsaka útbreiðslu veikinnar í hólfinu og þar til fullnægjandi vörnum gegn veikinni hefur verið náð með bólusetningum.

Upplýsinga- og fræðslufundur verður haldinn þegar frekari upplýsingar liggja fyrir og verður auglýstur síðar.


Upplýsingasíða Matvælastofnunar um garnaveiki
 

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...