Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Flateyjardalur. Mynd HKr.
Flateyjardalur. Mynd HKr.
Fréttir 25. janúar 2018

Fullyrðingar hugsanlega stórlega ýktar um stærð mýra og losun á koltvísýringi

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Dr. Þorsteinn Guðmundsson, sem hefur m.a. starfað sem prófessor í jarðvegsfræði við Land­búnaðarháskóla Íslands, og dr. Guðni Þorvaldsson, pró­fessor í jarðrækt við LbhÍ, telja endurheimt votlendis í stórum stíl kunni að vera stórlega ofmetin leið til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi.

Telja þeir ýmsa skekkjuvalda orsaka það að mat á losun gróðurhúsalofttegunda úr íslenskum mýrum kunni að vera rangt. Rannsóknir skorti auk þess sem ekki gangi að taka erlenda staðla og heimfæra þá beint upp á afar misjafnar aðstæður á Íslandi.

Í umræðunni á liðnum árum um að endurheimta mómýrar til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, hefur ýmsum fullyrðingum verið slegið fram. Prófessorarnir segja í ítarlegri grein á bls. 38 og 39 í Bændablaðinu í dag að lítið hafi verið fjallað um óvissuþættina varðandi slíkar fullyrðingar.

Hvað eru þurrkaðar mýrar raunverulega að losa af CO2?

Árið 2013 hefur losun gróður­húsalofttegunda úr framræstu votlendi á Íslandi árið 2013 verið metin á 11,7 milljónir tonna CO2 ígildi. Þessi tala byggði á viðmiðum Vísindanefndar loftslagssamningsins (IPCC) um losun á flatareiningu.

Er stærð endurheimtanlegra mýra stórlega ofmetin?

Þorsteinn og Guðni hafa efasemdir  um stærð þess lands sem talið er að hægt sé að breyta aftur í votlendi.
„Heildarstærð ræktaðs lands hér á landi hefur verið talin um 120.000 ha (1.200 km2) og að tæpur helmingur þess sé á þurrkuðu votlendi (500-600 km2).“

Í umræðum um endurheimt votlendis hefur því verið haldið fram að búið sé að þurrka um 4.200 km2 votlendis og samkvæmt tölunum hér að ofan eru þá einungis 10–15% af því nýtt sem ræktunarland. En hversu áreiðanlegar eru þessar tölur?“

Eru 4.200 ferkílómetrar kannski 1.600 km2 eða enn minna?

„Heildarlengd skurða hefur verið áætluð 32.000 km. Til að ná 4.200 km2 þarf hver skurður að þurrka 130 m að meðaltali (65 m í hvora átt). Algengt er að 50 m séu á milli skurða hér á landi. Ef miðað er við að hver skurður þurrki 50 m (25 m í hvora átt) þá gefa 32.000 km af skurðum um 1.600 km2 af framræstu landi.“

Eru notaðir rangir reiknistuðlar?

„Ísland gerir reglulega grein fyrir losun koltvísýrings út í andrúmsloftið vegna landnýtingar (LULU-CF) í skýrslu til loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna. Mælingar á losun koltvísýrings úr íslenskum mýrum eru hins vegar takmarkaðar og því hafa erlendir stuðlar verið notaðir til að meta losunina. Fyrir mýrartún hafa verið notaðir stuðlar sem ætlaðir eru fyrir akurlendi (cropland) en ekki graslendi (grassland).

Akurlendi er land sem er unnið reglulega og í eru ræktaðar fyrst og fremst einærar tegundir. Því væri eðlilegra að nota graslendisstuðla fyrir tún hér á landi.

Athygli vekur hversu mikil óvissa er í losunarstuðlum IPCC og sérstaklega hversu mikið stuðlar hafa hækkað fyrir graslendi á framræstu votlendi frá 2006 til 2013. Það mætti kafa ofan í hvað þar liggur að baki en það sýnir kannski fyrst og fremst að það er erfitt að mæla losunina og aðferðafræðin er enn til skoðunar,“ segja þeir félagar m.a. í grein sinni.

Segja þeir fáar greinar hafa birst um losun koltvísýrings úr íslenskum mýrum. Í því sem þegar hafi birst megi sjá mikinn breytileika í losun og að mikils munar megi vænta eftir jarðvegi, árum og staðháttum.
„Íslenskar mýrar eru yfirleitt steinefnaríkari en mýrar í nágrannalöndunum, m.a. vegna áfoks, öskufalls, mýrarrauða og vatnsrennslis í hlíðum, og lífrænt efni er að sama skapi minna.“

Þeir félagar benda líka á að með tilraun í framræstu landi á Skriðuklaustri hafi verið sýnt fram á að hægt er að binda kolefni í umtalsverðu magni í jarðvegi. Í landi þar sem grasnytjar eru verði þannig umtalsverð binding kolefnis.

„Þannig fylgir auknum vexti ofanjarðar aukinn rótarvöxtur og í ræktuðu landi verður meira kolefni eftir í jarðveginum en í landi sem ekki er í rækt. Þetta geti leitt til bindingar á kolefni í framræstu landi.“

Er endurheimt eina lausnin?

„Ef ætlunin er að koma í veg fyrir losun á CO2 út í andrúmsloftið þá er hækkun grunnvatnsstöðu að yfirborði besta lausnin en á að sjálfsögðu einungis við þar sem um nettó losun er að ræða. Tæpur helmingur ræktaðs lands er á framræstu landi og töluvert af beitilandi einnig. Því þarf að huga vandlega að hvar skynsamlegt sé að endurheimta votlendi og hvar landbúnaður hafi forgang. [...] Þar sem mikill raki er í jörð og kolefnishlutfall ekki hátt þyrfti að athuga hvort hækkun grunnvatnsstöðu sé yfirleitt góð lausn eða hvort ræktun og aukin frumframleiðsla geti ekki haldið kolefnisbúskap í horfinu eða jafnvel stuðlað að bindingu CO2 úr andrúmslofti.“

Mikilvægt ræktunarland

Í niðurlagi greinar sinnar segja dr. Þorsteinn Guðmundsson og dr. Guðni Þorvaldsson:
„Vegna þessa er mikilvægt að fara varlega í ályktunum á meðan stór göt eru í þekkingunni. Við megum heldur ekki gleyma því að þurrkað votlendi er mikilvægt ræktunarland og því takmörk fyrir því hversu mikið af því er hægt að taka úr umferð.“ 

Skylt efni: votlendi | Mýrar

Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...

Grípa þarf tækifærin
Fréttir 26. mars 2024

Grípa þarf tækifærin

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, telur að bændur eigi að leyfa sér að hor...