Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Í yfirlýsingu frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni frá því í vor segir að sami stofn H5N8 veirunnar og herjar núna á alifugla í Suður-Kóreu geti valdið alvarlegum sýkingum í fólki.
Í yfirlýsingu frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni frá því í vor segir að sami stofn H5N8 veirunnar og herjar núna á alifugla í Suður-Kóreu geti valdið alvarlegum sýkingum í fólki.
Fréttir 2. ágúst 2017

Fuglaflensufaraldur í Suður-Kóreu

Höfundur: Vilmundur Hansen
Yfirvöld í Suður-Kóreu hafa bannað allan flutning á fuglakjöti í landinu til að reyna að hefta útbreiðslu H5N8 veirunnar sem veldur fuglaflensu. Ríflega 190 þúsund fuglum hefur verið slátrað í landinu til að hefta útbreiðslu veirunnar.
 
Flensunnar varð fyrst vart 2. júní síðastliðinn í suðurhluta landsins og var útbreiðsla hennar hröð. Í byrjun júlí var landið sett á hæsta viðbúnaðar­stig hvað hættu á útbreiðslu fuglaflensu varðar og í framhaldinu var ríflega 190 þúsund kjúklingum, gæsum og öndum slátrað á alifuglabýlum. 
 
Bann hefur verið lagt á allan flutninga á alifuglum í landinu auk þess sem flutningabílar, sem séð hafa um flutninga á alifuglum, hafa verið kyrrsettir og verslunum sem sérhæfa sig í sölu á fuglakjöti og fuglasláturhúsum lokað. 
 
Hörð viðbrögð yfirvalda í Suður-Kóreu vegna flensunnar núna er vel skiljanleg því á síðasta ári kom upp svipaður H5N8 fuglaflensufaraldur í landinu. Faraldurinn í fyrra varð til þess að slátra þurfti 30 milljón alifuglum í landinu og verð á eggjum hækkaði stjarnfræðilega. 
 
Í yfirlýsingu frá Alþjóða­heilbrigðisstofnuninni frá því í vor segir að sami stofn H5N8 veirunnar og herjar núna á alifugla í Suður-Kóreu geti valdið alvarlegum sýkingum í fólki. 
Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...