Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Fuglaflensa í Washingtonríki
Fréttir 11. febrúar 2015

Fuglaflensa í Washingtonríki

Höfundur: Vilmundur Hansen

Alifuglabændur í Bandaríkjunum hafa verið beðnir um að sjá til þess að fuglarnir þeirra komist ekki í samband við farfugla. Talið er að farfuglar geti borið með sér bráðsmitandi afbrigði af asískri fuglaflensu sem kallast H5N2.

Undanfarið hafa þrjú skæð tilfelli fuglaflensu komið upp í Washington-ríki í Bandaríkjunum sem talið er að hafi borist þangað með farfuglum. Auk þess sem komið hafa upp minni tilfelli í Oregon og Bresku Kólumbíu. Í öllum tilfellum var um að ræða fugla sem gátu athafnað sig undir berum himni og í öllum tilfellum var fuglunum fargað.

Yfirvöld hafa hvatt bændur til að ganga þannig frá aðbúnaði lausagöngufugla að sem minnst hætta sé á að þeir komist í samband við farfugla til að draga úr hættu á auknu smiti.

Tvö alifuglabú til viðbótar í Washington voru sett í átta mánaða einangrun fyrr í þessum mánuði og bannað að selja bæði egg og kjöt eftir að smit fannst í afmörkuðum hópi fugla.
H5N2 fuglaveiran er sögð bráðsmitandi og yfirleitt drepast fuglar sem af henni smitast eftir nokkra daga og ekki er langt síðan veiran drap nokkur þúsund fugla á búi í Kanada.

Í kjölfar tilfellanna í Washington-ríki hafa yfirvöld í Kína bannað allan innflutning á fuglakjöti og eggjum og skilað sendingum sem bárust til Kína eftir 8. janúar síðastliðinn. 

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...