Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Sigurður Jónsson og Jón Ágúst Bjarnason, sem komu að því að stofna fjáreigendafélagið árið 1983, gáfu réttinni nafn, Húsavíkurrétt.
Sigurður Jónsson og Jón Ágúst Bjarnason, sem komu að því að stofna fjáreigendafélagið árið 1983, gáfu réttinni nafn, Húsavíkurrétt.
Mynd / Aðalsteinn Á. Baldursson
Fréttir 7. október 2015

Frístundabændur á Húsavík byggðu nýja rétt

Frístundabændur á Húsavík tóku sig til og reistu nýja fjárrétt síðsumars. Hún var tekin í notkun 12. september og var hátíðarbragur yfir réttardeginum.
 
Formaður Fjáreigendafélags Húsavíkur, Aðalsteinn Árni Baldursson, bauð fjölmarga gesti velkomna um leið og hann fór yfir tildrög þess að frístundabændur á Húsavík byggðu nýja rétt í Tröllakoti. Fyrri rétt stóð í landi Bakka en þurfti að víkja vegna framkvæmda við stóðiðju á vegum PPC.
 
Fjáreigendafélag Húsavíkur var stofnað sumarið 1983 og fjárbændurnir Sigurður Jónsson og Jón Ágúst Bjarnason, sem hafa verið félagsmenn frá upphafi ásamt Aðalsteini Árna fjallskilastjóra, gáfu réttinni nafnið Húsavíkurrétt.
 
Kristján Þór Magnússon bæjarstjóri Norðurþings klippti á réttarborðann og naut við það aðstoðar dóttur sinnar, Aðalheiðar Helgu. Þar með vígði hann réttina og óskaði fjáreigendum til hamingju með glæsilega rétt.
 
Þá var tekið til við að draga féð í dilka en um 500 fjár var saman komið í réttinni, frá Húsavík og nærliggjandi sveitum, það er frá Tjörnesi, Kelduhverfi, Reykjahverfi og Aðaldal. Meðan á fjárdrættinum stóð buðu fjáreigendur upp á kaffi, safa og kleinur. Veitingar voru vel þegnar í einstakri veðurblíðu.
Í lokin var boðin upp falleg gimbur í tilefni vígslunnar og komu nokkur tilboð í hana en svo fór að Torfi Aðalsteinsson bauð hæst og hlaut gimbrina fögru. Frá þessu er sagt á vef Framsýnar.

9 myndir:

Skylt efni: Frístundabændur | réttir

Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...

Grípa þarf tækifærin
Fréttir 26. mars 2024

Grípa þarf tækifærin

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, telur að bændur eigi að leyfa sér að hor...