Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Sigurður Eyþórsson framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands.
Sigurður Eyþórsson framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands.
Fréttir 15. desember 2017

Framlög til landbúnaðar eins og gert er ráð fyrir í búvörusamningunum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Sigurður Eyþórsson, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, segir að framlög til landbúnaðarins í fjárlögum byggist að uppistöðunni til á búvörusamningum. Framlag úr ríkissjóði til landbúnaðarins er rúmir 16 milljarðar, eða 1,9% af heildarútgjöldum.

„Það er því ekkert sem kemur á óvart hvað viðkemur landbúnaðinum í fjárlagafrumvarpinu. Í búvörusamningnum eru ákvæði um að framlög til landbúnaðarins fylgi almennu verðagi og skýrt hvernig slíkt er framkvæmt.

Að öðru leyti er bætt aðeins við framlög til landbúnaðarháskólanna á Hvanneyri og Hólum sem er jákvætt.

Eitt sem er gagnrýnivert er að í fjárlögunum eru skorin niður framlög til til matvælarannsókna hjá Matís. Slíkt getur bitnað á rannsóknum Matís og þar með matvælaöryggi í landinu, hvort sem um er að ræða innlend eða innflutt matvæli.

Að mínu viti er slíkt ekki skynsamlegt, ekki síst ef við erum að fá yfir okkur mikið magn af ófrosnu innfluttu kjöti.“

Í stjórnarsáttmálanum er talað um aðgerðir til að koma á móts við vanda sauðfjárbænda.

Sigurður segir rétt að í stjórnarsáttmálanum sé talað um slíkt en ekkert minnst á slíkt í fjárlagafrumvarpinu. „Ég geri því ráð fyrir að það muni verða í fjáraukalögum fyrir 2017 sem ekki er enn búið að birta.

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...