Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Framleiddar voru 6,6 milljónir tonna af appelsínum 2018
Fréttir 17. janúar 2020

Framleiddar voru 6,6 milljónir tonna af appelsínum 2018

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Appelsínuuppskera aðildarríkja Evrópusambandsins (ESB) nam 6,5 milljónum tonna árið 2018. Þetta var mesta framleiðsla síðan 2010 og kom meirihlutinn frá Spáni, eða 3,6 milljónir tonn, sem er 56% af heildar appelsínuuppskeru ESB-landanna.
 
Aðeins örfá ríki Evrópu­sam­band­sins hafa heppilegt loftslag fyrir appelsínurækt. Fyrir utan Spán voru helstu framleiðslulöndin Ítalía með1,6 milljónir tonna, eða 24% af heildarframleiðslunni. Síðan kom Grikkland með 0,9 milljónir tonna, eða 14%, að því er fram kemur í nýjum tölum Eurostat sem birtar voru 3. janúar síðastliðinn.
 
 
Appelsínur voru ræktaðar á tæplega 274.000 hekturum árið 2018, en rúmur helmingur alls svæðisins var á Spáni, eða 140.000 hektarar. Á Ítalíu var næsthæsta svæðið undir framleiðslu appelsína, eða 83.000 hektarar, eða 30% af heildinni. Þá kom Grikkland með 32.000 hektara sem er 12% af heildarræktunarsvæði á appelsínum í ESB-löndunum. 
 

Skylt efni: appelsínur

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...