Mynd/Beit Emma Eyþórsdóttir, dósent í kynbótafræði við LbhÍ, sýnir réttu handtökin við ullarflokkun.
Fréttir 06. nóvember 2018

Fræðslumyndbönd um flokkun og meðferð ullar

TB

Ístex hefur í samvinnu við Ullarmatsnefnd, Icelandic Lamb og kvikmyndafyrirtækið Beit ehf. unnið af fimm myndböndum um flokkun og meðhöndlun ullar. Fyrsta myndbandið er tilbúið og er birt á vefsíðunni www.ullarmat.is. Í því er fjallað um flokkun á hvítri haustull. Í kjölfarið fylgja síðan myndbönd um flokkun á hvítri lambsull og mislitri ull, ullargalla og ullarþvott. Tilgangurinn með framleiðslu myndbandanna er að fróðleikurinn nýtist bændum og rúningsmönnum  til að auka verðmætasköpun í sauðfjárrækt. 

Á vefnum ullarmat.is má jafnframt finna ýmsan annan fróðleik sem tengist ullinni, m.a.  um flokkun, ullarmat, meðferð og ullarviðskipti.