Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Fornleifarannsóknir að Gásum í Hörgárdal
Mynd / Ramona Harrison
Fréttir 31. júlí 2014

Fornleifarannsóknir að Gásum í Hörgárdal

Höfundur: Vilmundur Hansen

Undanfarin sumur hefur hópur fornleifafræðinga á vegum Fornleifastofnunar Íslands og CUNY háskólans í New York unnið að rannsóknum á “baklandi” Gása í Hörgárdal. Meðal annars hefur rannsókn hópsins beinst að víkingaaldarbyggingu sem er í landi Staðartungu, nánar tiltekið þar  sem fornbýlið Skuggi var. Byggingin kom í ljós við frumrannsókn sumarið 2009. Greint er frá þessu á horgarsveit.is.

Hópurinn stefnir á að ljúka uppgreftri byggingarinnar nú í sumar og vonast til að rannsóknin varpi ljósi á hlutverk hennar og aldur. Að auki er stefnt að því að kanna betur svæðið í kringum bygginguna, en líklegt þykir að skriða/skriðuföll hafi verið þess valdandi að Skuggi lagðist í eyði, á 12. eða 13. öld.

Auk rannsókna á Skugga mun hópurinn gera uppgröft við bæjarstæði eyðibýlisins Oddstaða í landi Öxnhóls. Þar var gerður prufuskurður sumarið 2009 og kom þá í ljós ríkulegur öskuhaugur sem spannaði tímabil allt frá 10. öld til 14. aldar. Öskuhaugurinn er því að hluta samtíða kaupstaðnum á Gásum og getur því varpað ljósi á tengsl býlanna í Hörgárdal við kaupstaðinn.
 

Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...

Grípa þarf tækifærin
Fréttir 26. mars 2024

Grípa þarf tækifærin

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, telur að bændur eigi að leyfa sér að hor...