Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Fóðurfyrirtækin tilkynna verðlækkun um áramót
Mynd / Bbl
Fréttir 30. desember 2016

Fóðurfyrirtækin tilkynna verðlækkun um áramót

Höfundur: Tjörvi Bjarnason

Fóðurfyrirtækin hafa á síðustu dögum og vikum tilkynnt um verðbreytingar á fóðri. Ástæðurnar liggja í sterku gengi íslensku krónunnar sem gerir það að verkum að innflutt hráefni er ódýrara en áður. Lækkun á síðustu vikum er á bilinu 2-7%.

Um áramótin lækkar verð á kúafóðri hjá Bústólpa. Lækkunin nemur 2% á sojamjölsríkum blöndum segir í fréttatilkynningu. Fiskimjölsblöndur Bústólpa lækka minna þar sem um innlend hráefni er að ræða.

Fóðurblandan kynnti fyrr í mánuðnum að viðskiptavinir hennar héldu áfram að njóta góðs af styrkingu krónunnar. Þar lækkaði fóðurverð 5. des. sl. um 2%, þó misjafnt eftir tegundum. Eftir þessa verðlækkun hefur verð á kúafóðri Fóðurblöndunnar lækkað frá 21% til 26% á síðustu þremur árum.

Landstólpi lækkaði fóðurverð um 7% í byrjun desember.

Um áramót mun Lífland lækka verð á öllu kjarnfóðri um 2%. Skýrist lækkunin nú fyrst og fremst af styrkingu krónunnar gagnvart erlendum gjaldmiðlum, segir á vef Líflands.

SS lækkaði verð á óerfðabreyttu fóðri 1. des. Kúafóður lækkaði um 2,5 – 3% og kálfa- og nautaeldisfóður lækkaði um 3%. SS lækkaði síðast fóðurverð 1.október síðastliðinn og er þetta fjórða verðlækkunin á einu ári að þeirra sögn. Lækkunin nemur allt að 15,5% á óerfðabreyttu kúafóðri SS á þessu timabili.

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...