Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Sauðárkrókur, þar sem höfuðstöðvar Byggðastofnunar eru til húsa.
Sauðárkrókur, þar sem höfuðstöðvar Byggðastofnunar eru til húsa.
Mynd / HKr.
Fréttir 4. apríl 2017

Fleiri óska nú eftir lánum

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Mikil aukning hefur verið í lánsbeiðnum til Byggðastofnunar á síðustu árum eftir erfiða tíma í kjölfar fjármálahrunsins 2008.  Heildarupphæð lánsumsókna 2016 var um 4 milljarðar samanborið við 4,4 milljarða 2015 og 3,3 milljarða 2014. Samþykktar voru 70 umsóknir en 28 var synjað.
 
Lánasafn stofnunarinnar er nú rúmir 11 milljarðar króna og skiptist nokkuð jafnt á milli landshluta, en ferðaþjónusta og landbúnaður eru fyrirferðarmestu greinarnar, með um 26% hvor fyrir sig.
 
Tvær nýjar tegundir lána
 
Árin 2014 og 2015 samþykkti stjórn Byggðastofnunar tvær nýjar tegundir lána. Annars vegar lán vegna jarðakaupa eða kynslóðaskipta í landbúnaði, en þau lán eru með 5% verðtryggðum vöxtum til allt að 25 ára og möguleika á að greiða einungis vexti fyrstu 3 árin. Lánaflokkurinn var svo útvíkkaður árið 2016 og nær nú einnig til fjármögnunar endurbóta og /eða uppbygginga á húsakosti í landbúnaði. Hins vegar lán til stuðnings fyrirtækjareksturs kvenna, en þau geta verið allt að 10 milljónir króna í hvert verkefni og til 10 ára.  Vaxtakjör eru verðtryggð og þau sömu og af lánum til landbúnaðar, eða 2% álag á REIBOR í óverðtryggðu. 
 
Á síðasta stjórnarfundi Byggða­stofnunar var svo samþykktur nýr lánaflokkur vegna nýsköpunar.  Lánin eru sérsniðin að nýsköpunarverkefnum varðandi afborganaferli, lengd og tryggingar. Þetta kemur fram á vefsíðu stofnunarinnar. 

Skylt efni: Byggðastofnun

Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...

Grípa þarf tækifærin
Fréttir 26. mars 2024

Grípa þarf tækifærin

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, telur að bændur eigi að leyfa sér að hor...