Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Fjárfestingastuðningur í sauðfjárrækt – yfirferð umsókna lokið
Fréttir 11. júní 2019

Fjárfestingastuðningur í sauðfjárrækt – yfirferð umsókna lokið

Höfundur: Vilmundur Hansen

Matvælastofnun hefur lokið yfirferð umsókna um fjárfestingastuðning í sauðfjárrækt vegna framkvæmda á árinu 2019. Umsækjendur geta nú nálgast svarbréf við umsókn sinni inni á Bændatorginu undir Rafræn skjöl > Bréf.
Alls bárust 56 umsóknir, af þeim voru 55 umsóknir samþykktar en einni umsókn var hafnað.

Heildarkostnaður við framkvæmdir sauðfjárbænda samkvæmt umsóknunum er um 418 milljónir króna. Umsóknir vegna nýframkvæmda voru 16 en umsóknir vegna endurbóta 40.  Fjárhæð til úthlutunar að þessu sinni er 60.565.056 kr. Skerða þurfti stuðningsgreiðslur hlutfallslega á allar samþykktar umsóknir í samræmi við 27. gr. reglugerðarinnar og er styrkhlutfall til úthlutunar um 14,5% af heildarkostnaði umsókna. Í ár er hæsti styrkur áætlaður 6.056.506 kr. en lægsti styrkur 155.657 kr.

Um fjárfestingastuðning í sauðfjárrækt er fjallað í V. kafla reglugerðar um stuðning við sauðfjárrækt. Markmið stuðningsins er að stuðla að bættum aðbúnaði sauðfjár og hagkvæmari búskaparháttum. Stuðningur er veittur bæði til nýframkvæmda og endurbóta á eldri byggingum og er þetta annað ár úthlutunar.

Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...

Grípa þarf tækifærin
Fréttir 26. mars 2024

Grípa þarf tækifærin

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, telur að bændur eigi að leyfa sér að hor...