Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Frá undirskrift fjármögnunarsamnings.  Sitjandi f.v.: Finnbogi Magnússon og Sigurður K. Egilsson. Standandi f.v.: Bessi Freyr Vésteinsson, Guðmundur Þ. Guðjónsson, Lárus Sigurðsson, Ragnar Birgisson og Þórir L. Þórarinsson.
Frá undirskrift fjármögnunarsamnings. Sitjandi f.v.: Finnbogi Magnússon og Sigurður K. Egilsson. Standandi f.v.: Bessi Freyr Vésteinsson, Guðmundur Þ. Guðjónsson, Lárus Sigurðsson, Ragnar Birgisson og Þórir L. Þórarinsson.
Fréttir 3. júní 2016

Fjárfestingafélag atvinnulífsins endurfjármagnar Jötunn vélar

Jötunn vélar hf. hafa samið við Fjárfestingafélag atvinnulífsins um 330 milljóna króna endurfjármögnun langtímaskulda félagsins. 
 
Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu  segir að með samkomulaginu sé fjármögnun Jötuns véla tryggð næsta áratuginn. 
 
Fjárfestingafélag atvinnulífsins er fjármagnað af lífeyrissjóðum, í rekstrarumsjón ALM verðbréfa.
„Fjármögnunarsamningurinn jafngildir traustsyfirlýsingu við fyrirtækið og starfsemi þess sem við erum að sjálfsögðu afar ánægð með. Við höldum ótrauð áfram við að byggja upp og efla fyrirtækið,“ segir Finnbogi Magnússon, framkvæmdastjóri Jötuns véla.
 
Jötunn vélar sérhæfa sig í að selja vélar og búnað tengdan landbúnaði og verktökum. Fyrirtækið var stofnað árið 2004, með höfuðstöðvar á Selfossi auk verslana á Akureyri og Egilsstöðum. Stærstu eigendur Jötuns véla eru Finnbogi Magnússon, Vélaverkstæði Þóris ehf. og Sel ehf., Hofstaðaseli. Áætluð velta félagsins í ár er um 3 milljarðar króna, starfsmenn eru um 40. Fjárfestingafélag atvinnulífsins var stofnað 2015 af ALM Verðbréfum í samstarfi við lífeyrissjóði. Félagið fjárfestir í fyrirtækjaskuldabréfum, sem uppfylla kröfur um lágmarks lánshæfiseinkunn skv. lánshæfismati ALM.  Fyrirtækjaráðgjöf ALM Verðbréfa var umsjónaraðili fjármögnunar.
Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...