Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Einar E. Einarsson, formaður sambands íslenskra loðdýrabænda.
Einar E. Einarsson, formaður sambands íslenskra loðdýrabænda.
Fréttir 5. mars 2019

Fimm loðdýrabændum hafnað um aðstoð - tveir þeirra skera strax niður sinn bústofn

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Einar E. Einarsson, formaður sambands íslenskra loðdýrabænda segir stöðuna í greininni orðna afleita eftir að Byggðastofnun synjaði í síðustu viku fimm af ellefu búum sem sóttu þar um aðstoð. Þetta leiðir til þess að á öllu Norðurlandi verður Einar einn eftir sem gerir rekstur fóðurstöðvar líka mjög erfiða.

Einar segir að kerfið sé allt of svifaseint. Ekkert tillit sé tekið til að bændur verið að haga sínum gerðum í tak við líffræðilega hringrás í dýraeldi. Þá sé heldur engin opinber stefna til um hvernig bregðast skuli við áföllum sem komið geta upp í búgreinum landsmanna af ýmsum ástæðum.

Fimm búum af ellefu neitað um aðstoð
Stjórn Byggðastofnunar tók til afgreiðslu miðvikudaginn 27. febrúar umsóknir og yfirferð rekstraráætlana frá 11 minkabændum af 12 sem eftir eru starfandi í landinu. Þar var ákveðið að hafna umsóknum fimm bænda um stuðning, en samþykkt að að veita sex bændum lán samkvæmt sérstökum skilmálum nýs lánaflokks. Fyrirfram var vitað að loðdýrabændur væru nær allir orðnir fjárhagslega illa staddir vegna langvarandi niðursveiflu á verði minkaskinna. Voru menn því víða búnir að ganga langt á sínar eignir í veðsetningum.

Segir Einar að vegna þess að Byggðastofnun sé gert að reka sig að tveim þriðju hlutum af tekjum sem fást af lánastarfsemi og starfi þannig í raun eins og hver annar banki. Þar sem stofnunin fái ekki aukið fé frá ríkinu hafi lánum til fimm búa verið hafnað vegna skorts á veðum.

„Hið opinbera vill því greinilega ekki taka neina áhættu með greininni. Þeir sem fengu núna höfnun hjá Byggðastofnun, hefðu þurft að fá að vita það í síðasta lagi nóvember á síðasta ári ef ekki væri ætlunin að hjálpa þeim. Lífsklukka minkanna er ekkert stoppuð og nú eru menn byrjaðir að para. Það er oft seint fyrir þessa bændur að sitja uppi með það í apríl að þeir muni ekki hafa efni á að kaupa fóður fyrir dýrin. Þessir menn hafa því ekki tíma til að bíða eftir niðurstöðu einhverrar nefndar sem á að ræða framtíðarmöguleikanna.“

Í bréfi til Sambands íslenskra loðdýrabúa frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu sem dagsett er 19. febrúar sl. segir m.a.

„Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hafa ákveðið að skipa sérstakt teymi til að greina framtíðarhorfur minkaræktar. Í því sambandi verður horft til ábendinga og tillagna sem fram koma i minnisblaði Byggðastofnunar frá 23. ágúst 2018. Óskað er eftir því að Samband Íslenskra loðdýrabænda tilnefni einn fulltrúa i teymið en í því verður jafnframt einn fulltrúi samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis og einn fulltrúi atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis.“

Þegar byrjað að skera niður í tveim búum

Þeir bændur sem hafnað var skoða nú stöðuna í samráði við sína viðskiptabanka. Tveir þeirra hafa þó tekið ákvörðun um að skera niður bústofninn. Þeir eru báðir með rekstur í Skagafirði og eru þegar byrjuð að skera niður. Þetta eru búin hjá Kristján Jónsson á Óslandi í Skagafirði og á Breiðstöðum við Þverárfjallsveg sem rekið hefur verið af Benedikt Agnarssyni. Benedikt sagðist í samtalið við Bændablaðið ætla að byrja að pelsa á morgun, en Kristján ætlaði að byrja að skera niður í dag.

„Þetta er mjög skrítið því það var verið að halda okkur í þeirri von að það ætti að aðstoða þessi bú sem eftir voru. Svo gerist ekki neitt,“ segir Benedikt Agnarsson.

„Ég er orðinn mjög svekktur, enda þekkir maður varla neitt annað en loðdýrarækt eftir 50 ára starf í þessari grein. Ég byrjaði 1972 í búi á Króknum og hóf svo sjálfur loðdýrabúskap 1985. Það er blóðugt að missa þetta svo allt saman eftir allan þennan tíma.“

Þegar þessi tvö bú hætta verður búið hjá Einari á Skörðugili  eina loðdýrabú sem eftir er í Skagafirði og reyndar á Norðurlandi öllu. Það þýðir að afar erfitt verður að reka fóðurstöðina sem er í eigu Kaupfélags Skagfirðinga.

Loðdýrabændur lögðu til í fyrra að gerður yrði samningur við ríkið til þriggja ára og að  ríkið legði til 200 milljónir að meðaltali á ári til að bjarga greininni frá algjöru hruni eftir mestu niðursveiflu í 30 ár. Var það hugsað þannig að helmingur færi til að halda fóðurstöðvunum gangandi og hinn helmingurinn til að bænda vegna bráðaaðgerða.

Allt of svifaseint kerfi
„Við töldum okkur vera hógværa í okkar tillögum, en það kom bara eiginlega ekki neitt á fjárlögum fyrir 2019, eða aðeins 30 milljónir króna og enginn samningur. Sú upphæð segir ekki neitt.

Svo á að setja á laggirnar nefnd til að ræða framtíðar möguleikana. Þetta tekur allt saman of langan tíma. Þessir ferlar eru allir of seinir og hægvirkir og menn eru hreinlega dauðir löngu áður en eitthvað kemur út úr svona vinnubrögðum,“ segir Einar E. Einarsson.
 

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...