Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Lúsin Mesophthirus engeli sem lifði á risaeðlum fyrir um 99 milljónum ára.
Lúsin Mesophthirus engeli sem lifði á risaeðlum fyrir um 99 milljónum ára.
Fréttir 6. janúar 2020

Fiðraðar og lúsugar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Nýlegur fornleifafundur bendir til þess að risaeðlur eða vissar tegundir af þeim hafi verið með fjaðrir og að lýs hafi lifað góðu lífi í og undir fjöðrunum.

Vísindamenn hafa verið að rannsaka nýlega fundinn amber-klump frá Búrma, sem talinn er vera að minnsta kosti 99 milljón ára gamall, og í klumpinum er að finna risaeðlufjaðrir og tíu smádýr sem líkjast lúsum. Við smásjárskoðun má svo sjá að lúsin eða lýs hafa nartað í fjaðrirnar.

Fundurinn er meðal annars áhugaverður fyrir það að þetta er elsta þekkta dæmið um lýs eða lúsalík kvikindi sem éta fjaðrir og færir tilkomu þeirra aftur um 55 milljón ár.

Tegundin, sem hefur verið óþekkt fram til þessa, hefur fengið latneska heitið Mesophthirus engeli og eru kvikindin sem fundust 0,14 til 0,23 millimetrar á lengd en áætlað er að fullvaxin ættu þau að ná um 0,5 millimetrum að lengd. Þau eru vængjalaus, kjaftur þeirra er sagður sterkbyggður og með að minnsta kosti fjórum tönnum.

Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...

Grípa þarf tækifærin
Fréttir 26. mars 2024

Grípa þarf tækifærin

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, telur að bændur eigi að leyfa sér að hor...