Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Svona lítur kúlan út í skóginum í Hrosshaga, upphituð og fín.
Svona lítur kúlan út í skóginum í Hrosshaga, upphituð og fín.
Mynd / MHH
Fréttir 22. janúar 2016

Ferðamannakúla slær í gegn í Hrosshaga

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
Nýjasta nýtt í íslenskri ferðaþjónustu er glær kúla úti í skógi þar sem ferðamenn geta legið í hita og fylgst með stjörnum og norðurljósum á kvöldin og nóttunni.
 
Fyrstu kúlunni hefur verið komið fyrir í skóginum í Hrosshaga í Biskupstungum. Kúlan, sem mætti kalla jólakúlu, er um 20 til 25 fermetrar og þar geta 2–4 komið sér inn, lagst á dýnurnar og horft upp í loftið í þeirri von að sjá falleg norðurljós og stjörnur þegar dimmt er. Hugmyndina að ferðamannakúlunni á Róbert Sveinn Róbertsson, frumkvöðull úr Biskupstungum. 
 
„Verkefnið hefur gengið mjög vel, kúlan er að slá í gegn og segja allir mikla upplifun að vera í henni. Japanir hafa spurt mikið út í svona kúlu enda sérstakir áhugamenn um norðurljós og stjörnuljós,“ segir Róbert sem heldur úti norðurljósa- og vetrarferðaþjónustusíðu þar sem hann er í miklu sambandi við erlenda ferðamenn.

2 myndir:

Skylt efni: ferðaþjónusta

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...