Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Flugumferð um Húsavíkurflugvöll hefur aukist verulega á liðnum árum og útlit fyrir að met verði slegið í farþegafjölda á þessu ári.
Flugumferð um Húsavíkurflugvöll hefur aukist verulega á liðnum árum og útlit fyrir að met verði slegið í farþegafjölda á þessu ári.
Fréttir 20. apríl 2016

Félagsmenn Framsýnar hafa sparað sér um 50 milljónir króna

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Veruleg aukning hefur orðið á flugi til Húsavíkur milli ára. Í febrúarmánuði 2015 fóru 674 farþegar um Húsavíkurflugvöll á móti 1.518 farþegum í febrúar 2016. Um er að ræða aukningu upp á 125%. 
 
Flugfélagið Ernir hóf áætlunarflug til Húsavíkur 15. apríl 2012. Á árunum 2013 og 2014 fóru um 9.800 farþegar um völlinn á ársgrundvelli. Á árinu 2015 fjölgaði farþegum upp í tæplega 12.000 farþega. Frá þessu segir á vef Framsýnar-stéttarfélags.
 
Framsýn gerði fyrst stéttarfélaga samning við flugfélagið um sérkjör fyrir félagsmenn, í nóvember árið 2013 og hafa félagsmenn frá þeim tíma flogið um 7.500 ferðir sem sparað hefur þeim um 50 milljónir frá miðlungsfargjaldi. Um leið hefur sætanýting í flugvélum Ernis orðið mun betri, enda jafngildir þessi fjöldi flugmiða tæplega 400 bókuðum flugferðum miðað við stærð vélanna. Flogið er flesta daga og allt upp í þrjár ferðir á dag.
 
Framkvæmdir á svæðinu sem tengjast uppbyggingu á Bakka auk sívaxandi ferðaþjónustu mun styrkja flugumferð um Húsavíkurflugvöll enn frekar. Fyrir liggur að á árinu 2016 verður slegið met í farþegafjölda um Húsavíkurflugvöll frá þeim tíma sem Flugfélagið Ernir hóf áætlunarflug til Húsavíkur. 
Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði
Fréttir 16. apríl 2024

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði

Matvælastofnun hefur birt leiðrétta skýrslu yfir áburðareftirlit síðasta árs.