Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Pétur Pétursson, mjólkurfræðingur.
Pétur Pétursson, mjólkurfræðingur.
Fréttir 22. ágúst 2017

Fara nýjar og spennandi leiðir með mjólkurafurðir

Höfundur: Erla Hjördís Gunnarsdóttir / Vilmundur Hansen

Í vor gerðu Auðhumla og Matís samning um verkefnið Mjólk í mörg­um myndum þar sem veittir eru styrkir til frumkvöðlastarfs og vöruþróunar þar sem mjólk kemur við sögu sem hráefni. Þrír styrkþegar hafa verið valdir þar sem heillandi máttur lífrænnar mysu verður þróað­ur frekar, ásamt íslenskum mjólkurlíkjör og heilsuvöru úr brodd.

Átta umsóknir bárust um styrki og voru verkefnin af margvíslegum toga. Á fundi stjórnar Auðhumlu 29. júní var ákveðið að veita að þessu sinni þrjá styrki. Styrkþegarnir sem urðu fyrir valinu voru Biobú og Matís með samstarfsverkefni um heillandi mátt lífrænnar mysu, Pétur Pétursson, mjólkurtæknifræðingur, með íslenskan mjólkurlíkjör og Birna G. Ásbjörnsdóttir og Guðmundur Ármann Pétursson sem þróa heilsuvöru úr broddmjólk. Matís mun annast utanumhald verk­efnanna.

Heillandi máttur lífrænnar mysu

Biobú ásamt fleirum hlutu þriggja milljóna króna styrk til að stuðla að nýsköpun tengdri mysu. Í umsögn um verkefnið segir að mysa sé vel þekkt og mikið nýtt í ýmiss konar vörur um allan heim. Hins vegar hefur vantað upp á nýtingarmöguleikana og er miklu magni hent. Verkefnið stuðlar að nýsköpun og aukinni nýtingu á lífrænni mysu sem í dag fellur til við framleiðslu mjólkurafurða hjá Biobú. Nýting aukaafurðanna stuðlar að minni sóun í samræmi við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.

„Það kemur mikil mysa af skyri og osti og ég var lengi búin að hugsa hvort ekki væri hægt að búa til meiri verðmæti úr því annað en að selja mysu eins og við þekkjum hana. Eftir að hafa lesið mér mikið til og fengið ýmsar vísbendingar um að hægt sé að nota mysu í ýmislegt þá kviknaði þessi hugmynd. Það hefur til dæmis sýnt sig að húð á dýrum hefur skánað mikið við neyslu á mysu en það eru efni í mysunni sem hafa bætandi áhrif á húð. Við erum að reyna að einangra efnið úr mysunni með tilraunum að nýta þetta mikla virði sem er í þessu hráefni,“ útskýrir Sverrir Örn Gunnarsson, framleiðslustjóri hjá Biobú en Halla Halldórsdóttir, sérfræðingur á sviði rannsókna og nýsköpunar hjá Matís vinnur að verkefninu með Biobú. 
„Halla kemur úr snyrtiiðnaðinum og hjá Matís eru tæki og tól til að rannsaka ýmsa hluti svo þannig liggja okkar leiðir saman í þessu verkefni. Þetta er á grunnstigi og við erum að fara yfir hver virkileg verkaskipting verður. Nú erum við komin með þennan kærkomna styrk svo næstu skref eru að niðurnjörva hver á að vinna hvað,“ segir Sverrir Örn.
Fyrsti áfengi drykkurinn úr mjólk

Pétur Pétursson, mjólkurtæknifræðingur, hlaut þriggja milljóna króna styrk til framleiðslu á mjólkurlíkjörnum Jöklu. Verkefnið hefur töluvert mikið nýnæmi þar sem aldrei hefur áður verið framleiddur áfengur drykkur úr íslenskri mjólk né verið nýtt mysa við gerð líkjörs. Frumgerð vörunnar er tilbúin og mun styrkurinn nýtast í framhaldsvinnu vegna prófana og vinnsluferla.

„Fyrir nokkrum árum ákvað ég að búa til bragðgóðan mjólkurlíkjör. Mig langaði að nota íslenska mjólk og einnig að skapa eitthvað sem getur selt íslensku mjólkina sem er mjög sérstök að því leyti að hún kemur frá einu elsta og fallegasta kúakyni í heimi. Þróunin hefur gengið vel og eru þróunarárin að verða sjö talsins. Prófuð hafa verið ýmis efni og aðferðir til framleiðslunnar. Ég gerði mér ekki alveg grein fyrir því í upphafi að svona framleiðsla tæki langan tíma. En eftir á að hyggja þá er það bara gott að sem flest vandamál komi upp á yfirborðið sem hægt er að vinna úr. Ég hef verið mjög opinn með þróun á líkjörnum, það er að segja, leyft fólki að smakka og segja sínar skoðanir. Það hefur reynst mér vel í gegnum árin. Verkefnið mun einnig nýta alkóhól sem unnið er úr mysu en þar er verið að sporna gegn sóun matvæla og minnka umhverfismengun til að ná fram aukinni verðmætasköpun. Ég vil þakka kærlega fyrir veittan styrk frá Auðhumlu sem kom sér virkilega vel fyrir áframhaldandi vinnslu á verkefninu. Síðan má ekki gleyma fjölskyldunni, vinum og vinnufélögum sem hafa veitt mér góðan stuðning,“ segir Pétur Pétursson, mjólkurtæknifræðingur.

Broddur er einstök afurð

Birna G. Ásbjörnsdóttir, master í næringarlæknisfræði, og Guð­mund­ur Ármann Pétursson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sólheima, hlutu fimmhundruð þúsund króna styrk til þróunar á heilsuvöru úr broddmjólk. Þau eru bæði mjög áhugasöm um heilbrigt líferni og hvernig er hægt að nýta fæðu til að byggja upp og jafnvel lækna ýmis vandamál. Þau hafa notað brodd árum saman sér til heilsubótar og þessi hugmynd vaknaði þannig. 

„Það eru fáir að nota broddinn eins og við höfum gert, eða til inntöku og því er margt sem þarf að skoða og rannsaka áður en eiginleg framleiðsla byrjar. Það er algengara að hann sé soðinn og framreiddur sem einskonar grautur og nefnist þá ábrystir. Broddur er einstök afurð sem vart er nýtt á Íslandi í dag og ábrystir er afurð sem er hverfandi. Íslensk mjólk er einstök að því leyti að í henni er að finna Beta-Casein A2 sem hefur verið rannsakað í tengslum við heilsu“, útskýrir Birna en heimildarvinna og gagnasöfnun er í fullum gangi og allur undirbúningur er á byrjunarstigi. Ef allt gengur að óskum ætti varan að koma á markað í lok næsta árs.

„Broddur er fyrir alla sem vilja efla andlega og líkamlega heilsu. Hann er sérstaklega góður til að viðhalda heilbrigðri og öflugri meltingu. Broddur er fullur af hagstæðum örverum sem gagnast okkur í þeim tilgangi. Meltingarvegurinn og þarmaflóran fær stöðugt aukna athygli sem lykill að andlegri og líkamlegri heilsu og er þar stuðst við stórar alþjóðlegar rannsóknir. Broddur er næringarrík afurð sem inniheldur mörg heilsueflandi efni sem meðal annars styrkja ónæmiskerfi okkar,“ segir Birna sem heldur reglulega fyrirlestra um mikilvægi þarmaflórunnar fyrir fagfólk og almenning og veitir ráðgjöf til einstaklinga og fyrirtækja.

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...