Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Guðfinna Harpa Árnadóttir, bóndi og formaður Landssamtaka sauðfjárbænda.
Guðfinna Harpa Árnadóttir, bóndi og formaður Landssamtaka sauðfjárbænda.
Fréttir 3. júlí 2019

Fagnar aðgerðum í umhverfismálum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Guðfinna Harpa Árnadóttir, bóndi og formaður Landssamtaka sauðfjárbænda sendi í gær frá sér yfirlýsingu á Facebook þar sem hún fagnar væntanlegum aðgerðum ríkistjórnarinnar til að auka kolefnisbindingu og efla lífríkið.

„Forsætisráðherra og umhverfisráðherra kynntu í dag viðamiklar aðgerðir til að auka kolefnisbindingu hér á landi. Það er fagnaðarefni fyrir okkur bændur að sjá að sterk bændaverkefni eins og Bændur græða landið og Skógrækt á lögbýlum fá öfluga innspýtingu og þannig viðurkenningu á því góða starfi sem unnið hefur verið af bændum í verkefnunum. Sömuleiðis er ánægjuefni að sjá ný verkefni eins og Loftslagsvænni landbúnaður í samstarfi við okkur sauðfjárbændur sem hluta af þessari mikilvægu aðgerðaáætlun strax á næsta ári. Styrking fræðslu og rannsókna á sviðinu er okkur öllum nauðsynleg til að tryggja að þær aðgerðir sem við göngum sameiginlega til séu skynsamar, hagkvæmar og skili þannig sem mestum ávinningi í kolefnisbókhaldinu og til landsins okkar.“
 

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...