Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Eymundur Magnússon og Eygló Björk Ólafsdóttir, lífrænir bændur í Vallanesi.
Eymundur Magnússon og Eygló Björk Ólafsdóttir, lífrænir bændur í Vallanesi.
Mynd / smh
Fréttir 22. maí 2018

Eygló nýr formaður lífrænna bænda

Höfundur: smh

Á aðalfundi VOR, félags fram­leiðenda í lífrænum búskap, í byrjun apríl síðastliðins var Eygló Björk Ólafsdóttir, bóndi í Vallanesi, kjörin nýr formaður. Hún tekur við formennsku af Gunnþóri Guðfinnssyni. Með Eygló í stjórn eru Guðfinnur Jakobsson, Guðmundur Ólafsson ritari, Kristján Oddsson gjaldkeri og Þórður G. Halldórsson.

Inngangan í Bændasamtök Íslands mun hjálpa félaginu

Á Búnaðarþingi 2018 var samþykkt aðildarumsókn frá félaginu og segir  Eygló að það muni án efa hjálpa til við að móta félagið betur. „Félagið er opið að því leyti að það eru aðalfélagar sem eru með vottun, en aukafélagar geta þeir orðið sem vilja tilheyra lífrænu hreyfingunni og leggja málefnum hennar lið. 

Ég myndi vilja sjá VOR þróast á þá leið að það yrði vettvangur ekki síður fyrir þá sem stunda fullvinnslu með lífrænt vottað hráefni.

Þá er endurreisn fagráðs í burðarliðnum sem vonandi eykur möguleika á rannsóknum og fræðslustarfi. Það þarf til að mynda að leysa áburðarmál á stórum skala fyrir lífræna framleiðendur,“ segir Eygló.

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...