Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Það er í raun ekki útlit fyrir annað en að búum muni fækka á næstu árum, en þau sem eftir verða framleiða meira, verða stærri og öflugri,“ segir Sigurgeir Hreinsson, framkvæmdastjóri BSE.
Það er í raun ekki útlit fyrir annað en að búum muni fækka á næstu árum, en þau sem eftir verða framleiða meira, verða stærri og öflugri,“ segir Sigurgeir Hreinsson, framkvæmdastjóri BSE.
Mynd / MÞÞ
Fréttir 25. apríl 2018

Eyfirskum kúabúum hefur fækkað úr 250 í 83 en framleiðslan þrefaldast

Höfundur: MÞÞ / HKr.
Eyfirskir kúabændur eru ekkert að gefa eftir þótt búum hafi fækkað verulega og muni halda áfram að fækka á næstu árum. Þrátt fyrir fækkun reiknar Sigurgeir Hreinsson, framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Eyjafjarðar, með því að mjólkurframleiðslan muni aukast um ríflega þriðjung frá því sem nú er á næstu tíu árum. 
 
Fyrir 40 árum, eða árið 1978, voru rekin 250 kúabú í Eyjafirði. Á þessum búum voru að meðaltali 27 árskýr á hverju búi og nam heildarframleiðslan um 110 þúsund lítrum. Tíu árum seinna, eða árið 1988, hafði búunum fækkað um 30 og voru þá 220, en árskúm hafði að meðaltali fjölgað í 32 á hvert bú. Þannig tókst að halda svipaðri heildarframleiðslu og áður. 
 
Frá 1998 til  2008 urðu miklar sviptingar í rekstri kúabúa í Eyjafirði. Fækkaði búunum þá úr 220 í 98 en árskýr á hverju búi voru þá orðnar að meðaltali 47,6. Enn hélt fækkun kúabúa áfram og á þessu ári eru einungis 83 bú eftir, en árskýr að meðaltali 56 á hverju búi. Í þessu umróti öllu vekur athygli að þótt búum hafi fækkað um 167 á 40 árum, þá hefur mjólkurframleiðan ríflega þrefaldast, eða úr 110 þúsund lítrum í 365 þúsund lítra. Framleiða eyfirskir kúabændur nú um 19% af allri mjólk sem framleidd er í landinu. 
 
Búist er við að kúabúum í Eyjafirði muni enn fækka á næstu tíu árum, eða í 66 bú. Sigurgeir spáir því að meðalmjólkurafurðir eyfirskra kúabúa muni jafnframt aukast á næsta áratug, eða úr 6.500 lítrum í 8.000 lítra á hverja kú. Það muni leiða til þess að heildarframleiðsla eyfirskra kúabænda aukist í 580 þúsund lítra og hafi þá ríflega fimmfaldast á 50 árum áður, eða frá 1978. 
 
–Sjá nánar á bls. 2 í nýju Bændablaði.
 
Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...

Grípa þarf tækifærin
Fréttir 26. mars 2024

Grípa þarf tækifærin

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, telur að bændur eigi að leyfa sér að hor...